Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Minni kvika sé á ferðinni nú en áður
Mynd frá 15. janúar.
Laugardagur 2. mars 2024 kl. 17:10

Minni kvika sé á ferðinni nú en áður

Aflögunin sem nú mælist er mun minni en hefur áður mælst í aðdraganda eldgosa. Það gæti bent til þess að minni kvika sé á ferðinni nú en í fyrri eldgosum. Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands.

Mikil og áköf smáskjálfavirkni er nú á umbrotasvæðinu norðan við Grindavík. Kvikuhlaup er hafið austan Sýlingarfells. Virknin er á suðurenda gossprungunnar þar sem gaus 18. desember og vísbendingar um að hún færist til suðurs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024