Minni kaffilykt frá Kaffitári með nýjum hreinsibúnaði á útblæstri
Á nýju ári verður settur upp mengunarvarnarbúnaður á útblástri frá kaffibrennslu Kaffitárs. Búnaðurinn byggir á umhverfisvænum grunni þar sem notast er við gufu til að hreinsa reykinn. Vatnsúðarakerfið er hannað af Ponderosa Roasting Maintenance frá Bandaríkjunum. Búnaðurinn er nýr af nálinni og var valinn út frá umhverfisstefnu fyrirtækisins.
„Eins og gefur að skilja mun kaffilyktin þá minnka verulega frá okkur. Við erum að setja upp umhverfisvænni búnað en hefur áður þekkst hér á landi þar sem við notum heitt vatn og rafmagn í staðinn fyrir gas eða olíu. Nýsköpun var nauðsynleg þar sem hefðbundnar aðferðir samsvara ekki okkar umhverfisstöðlum,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir forstjóri Kaffitárs.