Minni heildarafli í mars
Heildaraflinn á Suðurnesjum nam 15,524 tonnum í mars. Þar af var loðnuafli upp á 5,629 tonn. Til samanburðar nam heildarafllinn 12,492 tonnum í mars á síðasta ári.
Alls bárust 4,844 tonn af þorski á land í Suðurnesjahöfnum í mars síðastliðnum. Það er 712 tonnum minna en í sama mánuði síðasta árs. Sömuleiðis varð samdráttur í ýsu og ufsa.
Í Grindavík nam þorskaflinn 2614 tonnum í mars og dróst saman um rúm 700 tonn á milli ára. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands.