Minni flokkarnir eiga langt í land
D-listinn í Reykjanesbæ ynni átta bæjarfulltrúa af ellefu ef gengið væri til kosninga nú, en A-listinn fengi þrjá. Aðrir flokkar ná ekki inn manni og eiga langt í land, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnnar sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Víkurfréttir.
A-listinn væri með þriðja, sjöunda og ellefta mann en hinir fulltrúarnir kæmu í hlut D-listans, ef reiknað er út frá hlutfalli fylgis, samkvæmt skoðanakönnuninni, og líklegri kosningaþátttöku.
D-listinn ætti næstu þrjá menn inn og sá fimmtándi kæmi frá A-lista. Vinstri Grænir ættu sautjánda mann en Frjálslyndir og R-listinn eiga enn lengra í land með að ná inn manni, Frjálslyndir með 23. mann og R-listinn með 27. mann.
Nokkuð vantar upp á að A-listinn nái núverandi stöðu Framsóknar og Samfylkingar í bæjastjórn en til að ná fimm mönnun þarf hann að vinna 1500 atkvæði af af D-listanum, samkvæmt þessum útreikningum. Þá þyrftu Vinstri Grænir nærfellt að tvöfalda fylgi sitt til að ná inn manni, en þeir hafa verið að auka vel við fylgið á milli síðustu skoðanakannana.
A-listinn væri með þriðja, sjöunda og ellefta mann en hinir fulltrúarnir kæmu í hlut D-listans, ef reiknað er út frá hlutfalli fylgis, samkvæmt skoðanakönnuninni, og líklegri kosningaþátttöku.
D-listinn ætti næstu þrjá menn inn og sá fimmtándi kæmi frá A-lista. Vinstri Grænir ættu sautjánda mann en Frjálslyndir og R-listinn eiga enn lengra í land með að ná inn manni, Frjálslyndir með 23. mann og R-listinn með 27. mann.
Nokkuð vantar upp á að A-listinn nái núverandi stöðu Framsóknar og Samfylkingar í bæjastjórn en til að ná fimm mönnun þarf hann að vinna 1500 atkvæði af af D-listanum, samkvæmt þessum útreikningum. Þá þyrftu Vinstri Grænir nærfellt að tvöfalda fylgi sitt til að ná inn manni, en þeir hafa verið að auka vel við fylgið á milli síðustu skoðanakannana.