Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 5. nóvember 2003 kl. 14:43

Minni bílbeltanotkun ökumanna á Suðurnesjum

Í könnunum á bílbeltanotkun á Suðurnesjum að undanförnu hefur komið í ljós að Suðurnesjamenn virðast vera kærulausari en aðrir landsmenn að nota bílbelti. Í síðustu könnun kom í ljós að aðeins 67% ökumanna notaði bílbelti í þéttbýli og 85 % utan þéttbýlis.  Þetta er með öllu óásættanleg niðurstaða og mun lögreglan í Keflavík því herða mjög eftirlit með því að beltin séu notuð og kæra þá aðila óspart sem ekki nota beltin, segir í dagbók lögreglunnar í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024