Minni áhugi fyrir hafragraut sem þarf að borga fyrir
Gerðaskóli hóf að bjóða upp á hafragraut í morgunmat í haust. Um er að ræða tilraunaverkefni í skólanum. Í fundargerð skólanefndar Garðs segir að þátttaka sé minni í dag eftir að farið var að taka gjald fyrir þannig að tilraunaverkefnið endist e.t.v. ekki lengur en fram að áramótum.
Fundinum fannst eftirsjá ef þessi þjónusta við nemendur hættir og taldi fundurinn að þetta væri of stuttur tími til að breyta menningunni og mælir með að bærinn styrkti þetta átak og það yrði allavega út skólaárið.