Minni afli í desember
Talsvert minni afli barst á land í Grindavíkurhöfn í desember síðastliðnum borið saman við sama mánuð árið á undan. Munar þar mestu um mun minni ufsa, ýsu og karfa.
Allst bárust 2.473 tonn í Grindavíkurhöfn í nýliðnum desembermánuði borið saman við 2.927 tonn í sama mánuði 2011. Langmest barst af þorski eða 1.111 tonn.
Aflinn nam alls 42.833 tonnum í desember 2012 samanborið við 41.688 tonn í desember 2011 á landsvísu.