Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Minni aflaverðmæti - hærra meðalverð
Miðvikudagur 23. apríl 2008 kl. 09:50

Minni aflaverðmæti - hærra meðalverð

Aflaverðmæti á Suðurnesjum námu tæpum 936 milljónum króna í janúar sem er 21,5% samdráttur á milli ára. Á landsvísu dróst afli saman um rúm 18% á milli ára, samkvæmt samantekt Hagstofunnar.

Meðalverð á þorski á fiskmörkuðum hefur hækkað um 16% á fyrstu sjö mánuðum fiskveiðiársins miðað við sama tímabil fiskveiðiárið 2006/2007, samkvæmt samantekt í nýjustu Fiskifréttum. Verðhækkunin dugir þó ekki til að bæta upp þriðjungs niðurskurð á þorskkvóta á fiskveiðiárinu, segir á skip.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024