Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 28. desember 2000 kl. 14:47

Minnast hinna látnu

Baráttuhópur fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og bættri umferðarmenningu kveikti á fimmtíu og tveimur friðarkertum, skömmu fyrir jól við Kúagerði. Ætlunin var að láta kertin loga yfir hátíðirnar.
Hvert kerti táknar einstakling sem hefur látið lífið í umferðarslysi á Brautinni á liðnum árum. Á sama stað hefur skilti verið komið fyrir sem á stendur „Tíminn er mannslíf“. Með þessum aðgerðum vill hópurinn undirstrika nauðsyn þess að tvöfalda Reykjanesbrautina sem fyrst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024