Minnast herlögreglumanns við Grindavíkurveg
Það færist í vöxt að ástvina sem slasast í umferðinni sé minnst á slysstað og krossar séu settir upp á slysstað til minningar um hina látnu. Ungur liðsmaður í herlögreglunni á Keflavíkurflugvelli lést nýverið í umferðarslysi á Grindavíkurvegi. Hans er minnst á slysstað á viðeigandi hátt.Ástvinir hafa sett upp kross sem skreyttur er blómum og bandarískum fána. Þá hefur eftirlíking af lögreglubíl verið sett á krossinn til að minnast starfsins sem ungi maðurinn gegndi.