Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Milt veður og allt að 13 stiga hiti
Mánudagur 17. október 2005 kl. 11:31

Milt veður og allt að 13 stiga hiti

Í morgun kl. 09 var austlæg átt, 3-8 m/s víðast hvar. Dálítil rigning eða súld með köflum. Hiti 1 til 13 stig, svalast um mitt Norðurland, en hlýjast á Skrauthólum á Kjalarnesi og Patreksfirði.

Yfirlit: 800 km SSV af Reykjanesi er 1000 mb lægð en 1032 mb hæð er yfir Grænlandi. Um 200 km SV af Írlandi er 1005 mb lægð sem fer NNV.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Fremur hæg austlæg átt, og súld eða dálítil rigning í dag, en skýjað og víða þurrt á morgun. Hiti víða á bilinu 7 til 13 stig.


Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Austlæg átt 3-8 m/s og lítilsháttar súld eða rigning öðru hverju. Hiti 7 til 13 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024