Miðvikudagur 21. maí 2003 kl. 08:33
Milt veður í dag
Veðurstofan spáir fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt á landinu í dag. Skýjað verður en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi en annars staðar verður skýjað með köflum og víða verða síðdegisskúrir á sunnanverðu landinu. Hiti verður 5 til 15 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands.