Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Milljónir sparast í snjóleysi
Laugardagur 2. febrúar 2013 kl. 09:06

Milljónir sparast í snjóleysi

Vetur konungur hefur látið lítið fyrir sér fara það sem af er ári. Reyndar hefur veturinn allur verið ansi mildur og fínn hérna á Suðvesturhorninu. Það gefur því auga leið að snjómokstur hjá bæjarfélögunum hefur töluvert dregist saman og töluverðar fjárhæðir sem sparast sökum þess, ef svo má komast að orði.

Í Janúar í fyrra eyddi Reykjanesbær t.a.m. rúmum 10 milljónum króna í snjómokstur og hálkueyðingu. Auk þess var 5 milljónum varið til saltkaupa í sama mánuði. Í janúarmánuði 2013 voru útgjöldin 1.5 milljón króna við snjómokstur. Sú upphæð samsvarar einum snjóþungum degi samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024