Milljónatjón vegna vatnsskemmda á Keflavíkurflugvelli
Mikið tjón varð á íbúðarhúsum á gamla Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar vatn rann um a.m.k. 16 íbúðarblokkir á svæðinu um helgina. Að sögn Björns Inga Knútssonar flugvallarstjóra gæti tjónið jafnvel numið hundruðum milljóna. Tjónið uppgötvaðist í gær en það varð eftir að vatnslagnir sprungu í frosthörkum undanfarið, en blokkirnar hafa verið á lágmarkskyndingu síðan herinn yfirgaf landið.
Ekki er ljóst hver mun bera kostnað af skemmdunum, en Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur ekki enn tekið við fasteignunum og ekki hafa verið gerðirneinir þjónustusamningar um viðhald. Þessa stundina fara starfsmenn Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli á milli húsa og sjá hvar hafa orðið skemmdir.
Vf-mynd/Þorgils - Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli hóf hreinsun í gær eftir að komst upp um skemmdirnar, en hættu eftir að í ljós kom hversu víða skemmdirnar væru.