Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 2. desember 1999 kl. 16:37

MILLJÓNATJÓN Í HÓLMGARÐI

Milljónatjón varð þegar eldur kom upp í myndbandaleigu í verslunarmiðstöðinni Hólmgarði í Keflavík rétt eftir miðnætti á aðfaranótt mánudags. Talið er að eldurinn hafi brotist út frá aðventuskreytingu. Það var eftirlitsmaður frá Öryggisþjónustu Suðurnesja sem varð eldsins var í myndbandaleigunni Myndlyst á miðnætti. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var mikill hiti og reykur innandyra en eldurinn var einangraður innan við afgreiðsluborð. Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, segir að verulega hafi vantað upp á eldvarnir í húsinu, meðal annars hafi hurðir ekki verið reykþéttar. Ljóst er að tjón nemur milljónum. Eigendur Smart gera sér vonir um að opna fljótlega aftur en ekki þurfti að loka ÁTVR. Mikið tjón varð á myndbandaleigunni og óvíst er hvenær hún opnar aftur. Sigmundur segir að þetta væri fyrsta útkallið vegna jólaskreytingar og vill minna fólk á nærgætni með þær.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024