MILLJÓNATJÓN Í GRINDAVÍK
Milljónatjón varð í Grindavík í morgun þegar löndunarbryggja stórskemmdist í miklum sjógangi. Einnig urðu skemmdir á sjóvarnargarði við höfnina.Allar bryggjur voru á kafi kl. 08 í morgun en þá var háflóð og þung alda inni í höfnina. Fjölmargir bílar á hafnarsvæðinu urðu umflotnir sjó. Þang og grjót voru upp um allar götur við höfnina og gámar og fiskikör höfðu skolast til og voru í haug við björgunarstöðina.Menn frá Siglingastofnun Íslands voru væntanlegir til að meta tjónið nú eftir hádegið. Bryggjan sem skemmdist var endurbyggð sl. sumar og þar hefur orðið milljónatjón og bryggjan alveg ónothæf.