Milljónasti gesturinn væntanlegur í næstu viku
Von er á milljónasta farþeganum til Íslands í næstu viku en rúmlega 930 þúsund farþegar hafa komið til landsins það sem af er ári. Gert er ráð fyrir að 1,7 milljónir erlendra farþega lendi á Keflavíkurflugvelli á árinu og fjöldi þeirra verði um 240.000 í ágústmánuði.
Milljónasti farþeginn kom til Keflavíkurflugvallar í september í fyrra en nú verður hann því um mánuði fyrr á ferðinni. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi farþega, þ.e. komu-, brottfarar- og skiptifarþegar verði um 6,7 milljónir á þessu ári en þeir voru 4,9 milljónir í fyrra. Aukningin er um 37%.