Miðvikudagur 21. desember 2016 kl. 19:36
Milljónamæringur í Reykjanesbæ?
Einn Íslendingur var með allar tölurnar réttar í Víkingalottói í dag og vann hann 53,4 milljónir. Vinningsmiðinn var seldur í Olís básnum í Keflavík.
Vinningstölurnar í Víkingalottói eru 2, 15, 33, 34, 37 og 38. Bónustölur eru 7 og 47.