Milljónamæringar á þyrlum við flugstöðina í Keflavík
Það var heldur betur þyrlufjör við Flugstöð Leifs Eiríkssonar nú í hádeginu. Þrjár þyrlur voru við flugstöðina að sækja sænska efnamenn sem voru komnir hingað til að njóta landsins í vetrarbúningi. Myndin var tekin þegar þyrlurnar þrjár voru á bílastæði við flugstöðina nú rétt eftir hádegi.
Eftir rólegasta dag ársins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á jóladag var allt komið í gang á 2. í jólum en þá voru 27 brottfarir á dagskrá.