Milljón í kassann vegna hraðaksturs
Ríkisjóður fær vel á eina milljón króna í kassann þegar búið verður að innheimta sektir ellefu ökumanna eftir gærdaginn og nóttina vegna hraðaksturs í umdæmi Suðurnesjalögreglu. Allir voru þeir teknir á Reykjanesbraut og sá er hraðast ók mældist á 166 km/klst. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum. Annar ökumaður, sem ók samsíða þeim sem nefndur er hér á undan, var einnig sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Auk þessara hraðaksturbrota voru nokkrir aðrir ökumenn kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot.
Auk þessara hraðaksturbrota voru nokkrir aðrir ökumenn kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot.