Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Milljarðaframkvæmdir í skólum Reykjanesbæjar í fullum gangi
    Svona verður Myllubakkaskóli eftir breytingar.
  • Milljarðaframkvæmdir í skólum Reykjanesbæjar í fullum gangi
    Svona verður Myllubakkaskóli eftir breytingar.
Sunnudagur 3. mars 2024 kl. 08:30

Milljarðaframkvæmdir í skólum Reykjanesbæjar í fullum gangi

Loftræsting fyrir hverja skólastofu. Hægt að fylgjast með loftgæðum með stafrænni tækni.

Milljarðaframkvæmdir eru í fullum gangi í þremur skólum Reykjanesbæjar. Framkvæmdir hafa gengið ágætlega í eldri skólunum, Myllubakka- og Holtaskóla, en tafir hafa orðið á byggingu íþróttahúss og sundlaugar ásamt búningsklefum í Stapaskóla að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar.

Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar frá 23. febrúar er greint frá því að Holtaskóli muni stækka um 1.760 fermetra og nemendafjöldi skólans muni aukast um 168 en nemendur voru 420.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í Myllubakkaskóla er framkvæmdum lokið í bili í svokallaðri D-álmu sem var nýjasta bygging skólans. Þar hófst kennsla á nýjan leik í upphafi vikunnar. Eftir skóla í vor munu framkvæmdir halda áfram en ekki var lokið við að setja gólfefni og loftaefni. Framkvæmdir eru að hefjast við elsta hluta Myllubakkaskóla, A-álmuna, og í framhaldi verður íþróttasalurinn rifinn og nýr byggður. Nýlega var greint frá framkvæmdum við Myllubakkaskóla og ríkir ánægja með framtíðarútlit skólans.

Að sögn Guðlaugs eru ýmsar nýjungar í þessum framkvæmdum, til dæmis er nú sérstakt loftræstikerfi fyrir hverja kennslustofu og með nýjustu tækni verður hægt að fylgjast stafrænt með loftgæðum. Ljóst er að raki hefur fengið að myndast og ekki hugað nægilega að loftun húsnæða í skólum í gegnum árin.

Í áætlunum er gert ráð fyrir að framkvæmdum við Holta- og Myllubakkaskóla ljúki eftir um það bil tvö ár en í Myllubakkaskóla verður hægt að taka hluta húsnæðis í notkun eftir framkvæmdir en Holtaskóli verður opnaður allur í einu.

Nokkur umræða hefur orðið um seinkun framkvæmda við Stapaskóla. Guðlaugur segir að stefnt sé að því að íþróttahús og sundlaug verði tekið í notkun áður en skólastarf hefjist næsta haust.