Milljarða farmur frá Njarðvík
Flutningaskip Atlantsskipa fór með rándýran farm frá Njarðvíkurhöfn áleiðis til Bandaríkjanna á laugardag.
Skipið, Radeplein, var að flytja hergögn frá Íslandi til Ameríku en gögnin voru notuð við æfingarnar Norður Víking. Um var að ræða fimm þyrlur og tugi ökutækja af öllum stærðum og gerðum. Farmur varnarliðsins var metinn á um 10 milljarða króna en auk þess var skipið að flytja vörur frá Íslandi eins og vatn og vörur frá Bakkavör í Njarðvík.
Það er Skipaafgreiðsla Suðurnesja sem afgreiddi skipið í Njarðvík.
Skipið, Radeplein, var að flytja hergögn frá Íslandi til Ameríku en gögnin voru notuð við æfingarnar Norður Víking. Um var að ræða fimm þyrlur og tugi ökutækja af öllum stærðum og gerðum. Farmur varnarliðsins var metinn á um 10 milljarða króna en auk þess var skipið að flytja vörur frá Íslandi eins og vatn og vörur frá Bakkavör í Njarðvík.
Það er Skipaafgreiðsla Suðurnesja sem afgreiddi skipið í Njarðvík.