Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 16. desember 2009 kl. 14:46

Milli Hrauna býður í jólamat á aðfangadag

Víglundur Sverrisson og fjölskylda hans reka veitingastaðinn Milli Hrauna við Drangahraun í Hafnarfirði og hafa ákveðið að bjóða þeim sem vilja að koma og þiggja hátíðarkvöldverð á aðfangadagskvöld.

„Við ákváðum að gera þetta í stað þess að halda hefðbundin jól, við gerum þetta í samstarfi við Rauða krossinn og er stefnan að vísa þeim sem einir eru á jólunum eða sjá sér ekki fært að halda jól til okkar.“ segir Víglundur. „Allir eru velkomnir að mæta og fagna jólunum með okkur.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024