VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Miðvikudagur 16. desember 2009 kl. 14:46

Milli Hrauna býður í jólamat á aðfangadag

Víglundur Sverrisson og fjölskylda hans reka veitingastaðinn Milli Hrauna við Drangahraun í Hafnarfirði og hafa ákveðið að bjóða þeim sem vilja að koma og þiggja hátíðarkvöldverð á aðfangadagskvöld.

„Við ákváðum að gera þetta í stað þess að halda hefðbundin jól, við gerum þetta í samstarfi við Rauða krossinn og er stefnan að vísa þeim sem einir eru á jólunum eða sjá sér ekki fært að halda jól til okkar.“ segir Víglundur. „Allir eru velkomnir að mæta og fagna jólunum með okkur.“

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25