Milla sótt vélarvana á sjó
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein var kallað út á laugardag til að aðstoða vélarvana bát til hafnar. Milla GK 121 hafði orðið vélarvana um 6 sjómílur norðvestur af Sandgerði.
Útkallið kom þegar klukkan var gengin sjö mínútur í eitt á laugardag. Milla var komin í tog um kl. hálf tvö og til hafnar tveimur tímum síðar.
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Hannes kom með Millu til hafnar í Sandgerði.