Míla undirbýr sig fyrir eldgos
Míla gerði sér ferð á Þorbjörn í vikunni og setti auka rafstöð við fjarskiptastöðina sem þar er. Í tilkynningu frá Mílu kemur fram að forsvarsmenn fyrirtækisins fylgjast vel með jarðhræringunum á Reykjanesi og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum til að geta brugðist við ef eða þegar kemur til eldgoss. Með þessari aðgerð er dregið verulega úr líkum á því að hugsanlegt rafmagnsleysi vegna eldgoss trufli fjarskipti á svæðinu.