Miklum verðmætum stolið frá Golfklúbbi Suðurnesja
Nokkuð hefur verið um innbrot í húsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum.
Brotist var inn í vélageymslu Golfklúbbs Suðurnesja og þaðan stolið miklum verðmætum, þar á meðal fartölvu, miklu magni af verkfærum, eldsneyti, rafstöð og bensíndælu.
Þá var brotist inn í íbúðarhúsnæði og þremur sjónvörpum stolið. Einnig var brotist inn í bifreið og nýrri Canon myndavél stolið.
Lögregla rannsakar málin.
Innbrotsþjófarnir brutu glugga á vélageymslu GS.