Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miklum verðmætum og lyfjum stolið
Miðvikudagur 23. maí 2012 kl. 09:51

Miklum verðmætum og lyfjum stolið



Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina og þaðan stolið tveimur farsímum að verðmæti um 150 þúsund krónur, 1000 evrum, skiptimynt og lyfjum sem voru í skrifborðsskúffu. Á vettvangi mátti sjá að opnunarfag stofuglugga á vesturhlið hússins stóð galopið. Engin önnur ummerki voru sjáanleg um innbrot í húsið.

Þá var brotist inn í bifreið í umdæminu og stolið úr henni tölvu, myndavél, tösku með snjóbretti og öllum búnaði að verðmæti um 540 þúsund krónur. Málin eru til rannsóknar hjá lögreglu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024