Miklu magni verkfæra stolið frá golfklúbbi
Miklu magni verkfæra var stolið úr geymslu Golfklúbbs Vatnsleysustrandar fyrir fáeinum dögum. Sá eða þeir sem þar voru að verki brutu upp hurð geymslunnar og komust inn með þeim hætti. Ekki komu þeir þó alveg öllu því út sem þeir höfðu ætlað sér því ýmsir smáhlutir, sem þeir virtust hafa misst, lágu á gólfinu og rörtöng fyrir utan húsið. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið.