Miklu færri þiggja framfærslubætur
– Nærri 10% færri fá húsaleigubætur
Um þriðjungi færri einstaklingar fengu fjárhagslega aðstoð frá Reykjanesbæ í júlí og ágúst miðað við sömu mánuði í fyrra. Þá var tæplega 10% minna greitt í húsaleigubætur nú en í fyrra. Þetta kemur fram í fundargerð Velferðarsviðs Reykjanesbæjar.
Í júlí 2015 fengu 126 einstaklingar fjárhagsaðstoð samtals kr. 14,7 millj. kr.. Í sama mánuði 2014 voru greiddar 20,1 millj. kr. til 191 einstaklinga.
Í júlí 2015 voru greiddar kr. 32.690.767,- í húsaleigubætur. Árið 2014 var greitt í sama mánuði kr. 35.348.158. Í ágúst 2015 var greitt kr. 32.509.449,- en árið 2014 var greitt í sama mánuði kr. 34.920.535.