Miklir peningar í magnesíumverksmiðju
Áætlanir Íslenska magnesíumfélagsins eru nú þannig, að gert er ráð fyrir að um eða eftir mitt ár hefjist fyrsti áfangi sem er endurskoðun forathugunar (prefeasibility) sem ljúki um ári síðar, að sögn Júlíusar Jónssonar forstjóra Hitaveitu Suðurnesja.
Kostnaður við þann áfanga er áætlaður 3,85 milljónir dollara. „Verði niðurstöður þessa áfanga jákvæður verði ráðist í hagkvæmniathugun (feasibility study – bankable quality) og er gert ráð fyrir að hún taki um 15 mánuði og kosti 14,53 milljónir dollara. Verði niðurstöður enn jákvæðar verði ráðist í fjármögnun, fengin öll tilskilin leyfi o.s.frv. og það ferli er áætlað taka 12 mánuði og kosti 4,52 milljónir dollara. Gangi allt eftir verður málið komið á ákvörðunarstig síðla árs 2004 og kostnaður í heild orðinn 22.9 milljónir dollara, auk þeirra 5 milljónir dollara sem þegar hefur verið varið í undirbúning verkefnisins“, segir Júlíus.
Kostnaður við þann áfanga er áætlaður 3,85 milljónir dollara. „Verði niðurstöður þessa áfanga jákvæður verði ráðist í hagkvæmniathugun (feasibility study – bankable quality) og er gert ráð fyrir að hún taki um 15 mánuði og kosti 14,53 milljónir dollara. Verði niðurstöður enn jákvæðar verði ráðist í fjármögnun, fengin öll tilskilin leyfi o.s.frv. og það ferli er áætlað taka 12 mánuði og kosti 4,52 milljónir dollara. Gangi allt eftir verður málið komið á ákvörðunarstig síðla árs 2004 og kostnaður í heild orðinn 22.9 milljónir dollara, auk þeirra 5 milljónir dollara sem þegar hefur verið varið í undirbúning verkefnisins“, segir Júlíus.