Miklihvellur sýndur á Reykjanesi?
Fyrirtækið Gagn og Gaman sýndi í gær hugmyndir sínar að sýningarskála í nýju orkuveri Hitaveitu Suðurnesja, Reykjanesvirkjun, sem nú rís á Reykjanesi. Kynningin fór fram á aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja og hlaut góðar viðtökur. Gert er ráð fyrir að uppsetning sýningarinnar kosti um 125 milljónir króna og verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Það eru Íslendingarnir Björn G. Björnsson sýningahönnuður og Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndagerðarmaður sem standa að hugmyndinni ásamt enskum aðilum frá fyrirtækinu Janusi. Björn G. Björnsson setti meðal annars upp sýninguna Gjánni í kynningarhúsi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og einnig hannaði hann sýninguna í Saltfisksetrinu í Grindavík.
Meðfylgjandi er kynning þeirra félaga sem lögð var fram á aðalfundinum í gær ásamt nokkrum myndum úr kynningunni.
Orkuverið Jörð
Fyrir 13.75 milljörðum ára átti sér stað atburður sem var svo stórfenglegur að áhrifa hans gætir enn í dag. Einhvers staðar fyrir langa löngu, birtist óhugnanleg og ótrúleg orkusprengja að því er virðist upp úr þurru og alheimur okkar varð til. Á þessari stundu sendi einn punktur frá sér alla orku sem við höfum í alheimi okkar í dag, orkuna sem knýr milljarða stjarna í milljörðum stjörnuþoka og pláneturnar og allt sem lifir á plánetunum sem eru á braut umhverfis stjörnurnar.
Í sólkerfi okkar heldur stjarnan okkar áfram að brenna orkuforða sínum eins og hún hefur gert undanfarna fimm milljarða ára eða þar um bil og baðar okkur í lífi sem veitir orku. Í plánetunni Jörð leynist örlítill hluti af orku Miklahvells undir fótum okkar, knýr plánetuna, en samt er þetta litla magn næstum óskiljanlega mikið. Flest af því sem við sjáum er bundið við yfirborð jarðar okkar en samt er þessi orka aðeins vitnisburður um meiri mátt sem býr djúpt í iðrum jarðar. Enn höfum við ekki skilið til fulls þann glundroða sem er inni í plánetu okkar og erum rétt að byrja að skilja nær takmarkalausan kraft hennar.
Starfsemi alheimsins og tilvera okkar í einu litlu horni hans eru “miklar” frásagnir á allan hátt en það er þessi saga sem þessi sýningin ætlar að reyna að varpa einhverju ljósi á. Verkefni okkar er einfalt, útskýra hið stórkostlega, færa rök fyrir því ótrúlega og gera það spennandi og raunhæft markmið að uppfylla orkuþörf mannkyns með hreinni, endurnýjanlegri og fjölnota orkur. Við viljum fá gesti til að hefja eigin rannsóknir og hvetjum alla sem í heimsókn koma til að móta hugmyndir og viðhorfi sem efla hnattræna umræðu um hvernig við verjum þetta dýrmæta heimili okkar.
Útisvæði
Rölt um sólkerfið
Ef hugmyndin um alheim knúinn af forsögulegum krafti Miklahvells er of umfangsmikil til að skilja hana, geta flest okkar sýnt fram á grunnþekkingu á sólinni, orkulind þeirri sem er í hjarta sólkerfis okkar og knýr það. Þessi skilningur er að mestu fenginn úr bókum þar sem plánetur eru sýndar í þægilegum hlutföllum til að rúmast á einni A4 síðu. Þessi brenglaða mynd af nágrenni okkar í geimnum sýnir hve auðvelt er að bjaga staðreyndir og gera lítið úr ótrúlegri stærð alheimsins. Sólin verður að vinalegum tennisbolta og innri plánetur eru sýndar sem borðtenniskúlur, marmarakúlur, baunir og kúlulegur. Hversu oft sem við horfum til stjarnanna og sjáum örsmátt rautt ljós Mars á næturhimninum er það samt þessi mynd af sólkerfinu frá æsku okkar sem ber sannleikann um himingeiminn ofurliði. Samband Jarðar og sólar er jafn mikilvægt og naflastrengur milli móður og barns. Plánetan okkar er í raun gerð úr leifum eftir sköpun sólarinnar eins og aðrar plánetur sem eru á braut um hana. Fyrir vikið er plánetan okkar sú eina byggilega í sólkerfi okkar. Ef hún væri nær sólu myndi vatnið gufa upp og gufuhvolfið brenna upp, en væri Jörðin fjær myndi kuldinn tortíma henni. Tilvera okkar er því í hárfínu jafnvægi.
Það er ætlun okkar að bjóða gestum spennandi og umhugsunarverða túlkun utan við orkuverið sem undirbýr sýninguna fyrir innan. Þetta ókeypis tilboð verður óvænt, heillandi og víðtækt og skapar annað aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem heldur gestum rúma klukkustund lengur við orkuverið og lengur á Reykjanessskaga.
Við hyggjumst kynna sýninguna með því að sýna sólkerfið í réttum hlutföllum. Þetta verður gert með því að reisa líkan af sólinni, 3 metra í þvermál, við hliðina á bílastæðinu til að marka upphaf þessarar upplifunar. Hnötturinn mun ljóma og gefa frá sér hita í samræmi við stærð. Almenningur verður upplýstur um hið mikilvæga hlutverk sólarinnar í stjórn á plánetum sínum og sögð verður stutt saga af stjarntíma. Gestum verður boðið að ganga um hraunið eftir stígum til að uppgötva innri plánetur sólkerfisins. Þær verða í réttum hlutföllum við líkanið af sólinni svo jörðin verður álíka stór og borðtenniskúla. Þessi gífurlegi stærðarmunur mun koma flestum á óvart og hlutfallsleg fjarlægð Jarðar frá sól, 400 metrar, sýnir fram á stærð sólkerfisins. Líkanið af jörðinni og öðrum plánetum á vettvangi og á Reykjanesi verður á málmplötu ofan á fægðum hraunstalli sem sýnir ýmsar tölulegar upplýsingar um þær. Upplýsingar um Jörðina verða til dæmis þær hve langan tíma tekur að fara hring um sólina og hve langur hann er. Þetta þýðir að hún flýgur um geiminn (um 2,5 milljónir kílómetra) eða 6,5 metra á þessum mælikvarða, hringsnúningur jarðar sýndur með hraða hennar, fjöldi tungla jarðar og hvar næstu plánetur er að finna í stígakerfinu. Sjónpípur gera fólki kleift að finna næsta áfangastað í hrauninu. Við væntum þess að gangan til Jarðar verði vinsælust og ein gönguferð verði farin áður en fólk fer inn. Göngur til annarra pláneta myndu aðallega eiga sér stað eftir heimsókn á sýninguna.
Fyrsta hæð: Anddyri:
Miklihvellur
Þar sem stærð alheimsins og vegalengdir í sólkerfinu eru sýndar á útisvæðinu er ætlunin í anddyrinu að reyna á þolmörk skilning og skynjunar gesta með flókinni sýningu sem ögrar túlkun þeirra á Miklahvelli. Hér mætist það örsmáa og það tröllstóra í sögu sem nær yfir tímann sjálfan.
Útskýrt er í frásögninni að alheimurinn er “lokað kerfi” þar sem aðeins orkan og efnið sem var skapað fyrir 13,7 milljörðum ára á tíma Miklahvells er til staðar. Takmark okkar er að gera fólk agndofa með lýsingu á umfangi atburða Miklahvells og samsvarandi umfangi alheimsins í dag en um leið tengja þessar gríðarstóru tölur við það örsmáa magn alheimsorku sem orkuverkið notar og heyra má dyninn af handan veggjarins í anddyrinu. Við förum í þriggja mínútna ferð með gestum í upphafi tímans(jafngildir þeim tíma sem flestir verja á svæðinu) þegar alheimurinn breyttist úr einstakleika í sköpun og enn meira. Á þessum tíma rúmaðist öll orka og massi sem við þekkjum (finnst í um 100 milljörðum stjörnuþoka alheimsins með milljörðum stjarna hver) í rými sem var minna en einn milljarðasti af sentimetra í þvermál. Þegar alheimurinn þandist síðan skyndilega út á hinum svonefnda “þenslutíma” varð hann á stærð við greipávöxt á einum milljónasta hluta úr sekúndu( eins og baun yrði á stærð við stjörnuþoku á sama tíma). Það var mjög heitt, milljarða gráðu heiti en kólnaði hratt. Við munum sýna þetta hitastig í samanburði við skiljanlegar stærðir (hita sjóðandi vatns, orku sólarinnar og hita jarðgufunnar sem orkuverið notar). Á fyrstu mínútum lífsins, urðu frumefni og agnir til og eyddust þar til stöðugleika var náð og sá alheimur sem við þekkjum í dag byrjaði að mótast.
Aðalsýningin rekur fyrstu sekúndurnar í lífi alheimsins þar sem hann var enn svo smár að hann rúmaðist í lófa. Stór plasma-skjár sýnir hringrás 1 og 0 sem breytist á hverri sekúndu til að hjálpa gestum til að skilja þennan stutta tíma í frumbernsku alheimsins. Sýning á þremur augnablikum í tímanum sýnir á áhrifamikinn hátt fæðingu alheimsins. Gestir geta skoðað umheiminn á fyrsta andartakinu sem vísindamenn telja sig geta rökstutt eða um 10 í 35 veldi úr sekúndu eftir tilurð hans. Því miður sjá gestir ekki lítinn hvolflaga umheim í smásjánni því hann var enn enn of lítill til að sjást jafnvel í rafeindasmásjá en textalína upplýsir hve mörgum alheimum má koma fyrir á punktinn við lok setningarinnar sem þeir lesa. Næsta augnablik gerist um 10 í 32 veldi úr sekúndu, eða broti úr attósekúndu eftir að alheimurinn varð til. Þetta var í lok útþensluskeiðsins þegar alheimurinn þandist út hraðar en nokkru sinni fyrr eða síðar. Það var magnþrungið augnablik þegar hann óx um 10 í 50. veldi og varð á stærð við greipaldin. Þótt stærðin sé áþreifanleg og við endurgerum atburðinn með alheimi sem fólk getur haldið á er vaxtarhraðinn ekki mörgum sinnum hraðari en ljóshraðinn. Margir munu finna til smæðar sinnar þegar þeir halda á heiminum í hendi sér. Það er erfitt að gera sér grein fyrir útþensluhraðanum á þessu stigi því fæstir geta rökstutt eða séð fyrir sér kjarnorkumælikvarða. Til að skilja umfang þessa vaxtar færum við okkur á þriðju stöðina þar sem alheimurinn er einnar sekúndu gamall og dregið hefur úr vaxtarhraðanum. Gestir verða hvattir til að giska á stærð hans eftir eina sekúndu eftir að hafa fengið að vita að dregið hafi úr vaxtarhraðanum síðan á þensluskeiðinu. Svarið verður ritað á vegginn þar sem línan endar og það kemur fólki á óvart að hann er átta ljósár í þvermál eða um 76 trilljónir kílómetra. Áhrifamiklar myndir munu rekja söguna frá fyrstu sekúndu Miklahvells til lokar þriðju mínútunnar meðan fólk gengur upp tröppurnar á aðalsýningarsvæðið.
Önnur hæð: Aðalsýning
Hvað er orka?
Þegar fólk hefur uppgötvað að öll orka kom frá Miklahvelli greinir sýningin einkum frá því formi sem orka er til á okkar tímum. Afgreiðsluborðið er næst tröppunum og fyrir aftan það er myndbandaveggur sem sýnir runu norðurljósa sem á að hvetja forvitinn sýningargest til að sjá orku í nýju ljósi. Síðar munu gestir skilja að þessi heillandi ljósasýning náttúrunnar er í raun vegna orku sem ræðst á gufuhvolf okkar.
Upphafssvæðið á annarri hæð verður fullt af leikandi gagnvirkni sem útskýrir ýmis form orku því oft er auðveldara að skilja flókin hugtök eins og orku með hjálp vélrænnar og sjónrænnar nýsitækni til að auðvelda skilning. Þetta svæði staðfestir að, þar sem orka er takmörkuð innan alheimsins, notum við hana aldrei alla, heldur breytum henni í annað orkuformi með eilífri keðju notkunar. Við leikum okkur með vélræna, hugsanlega orku og hreyfiorku, fjaðrir, bolta og segla. Fjölbreytni orkutegunda verður skýrð, allt frá því kunnuga, eins og hita, til þess óvænta, eins og útvarpsbylgna og ljóss, með sýningarmiðlum með áherslu á “falda” orku, svo sem efnaorku og raforku. Gestir verða baðaðir í regnbogastrendingi í sýningu um ljósorku meðan þeir taka gagnvirkan þátt í sýningu sem er helduð þeim þáttum rafsegulmagns sem eru ósýnilegir. Mönnum verður lýst eins og vélum sem þurfa orku til að hlaupa, orku sem við fáum úr fæðunni. Tvær tengdar sýningar munu skoða hitaeiningar og hvað skipting orku táknar og hvernig líkaminn notar hitaeininganeysluna til að starfa sem skýrir hvernig líkamar okkar eru vélar sem auka við orku og þurfa eldsneyti daglega, rétt eins og orkuver þarfnast eldsneytis (í formi jarðvarmavökva) til að knýja vélar sínar. Að lokum skoðum við afstæðiskenningu Einsteins til að sýna hvað við erum full af hugsanlegri orku. Hvert svæði verður kynnt með myndrænu líkani á upplýstum hálfmöttum fleti í gólfinu.
Sólarorka
Eftir orkuhlutann kemur fólk að sólarsvæðinu til að sjá hvernig stjarnan okkar sér okkur fyrir mestallri orku okkar. Með gagnvirkni, myndum, líkönum og miðlum sýnum við að sólin sér um að veita yfirborði plánetu okkar og gufuhvolfi orku, skapar vindakerfi og öldur sem stafa af þeim með rafsegulorku sinni. Svæðið er tvískipt og við lítum fyrst á beina beislun sólarorku með sólarþiljum. Orkuljós frá miðsvæði sýningarinnar endurkastast af spegli á sólarþil. Þetta verður tvíþætt sýning sem sýnir gerð sólarþilju sem sex laufblaða hlutfallslíkan sem opnast og lokast. Myndskjáir sýna hringiðu yfirborðs sólar, sólargos, sólarbletti og CME og áhrif þeirra á jörðina. Á hinu svæðinu verður fjallað um óbein áhrif sólarorku-hvernig vindar verða til og öldukraftur. Með gagnvirkni verður skýrt hvernig ójöfn hitun andrúmsloftsins skapar vinda og hvernig við beislum vindorkuna. Tengd sýning mun sýna hvernig vindur skapar öldur og hvernig tæknin er notuð til að þróa lausnir til að nýta þessa orku.
Aðalsýningin
Í miðju salarins eru tvö hálfkúlulíkön og er annað 2/3 af stærð hins. Það stærra táknar sólina, hið minna jörðina. Þessi sýning fjallar um innri starfsemi stjörnu okkar og plánetu og gerir gestum kleift að uppgötva hvernig þær báðar skapa orku sem hefur áhrif á okkur daglega. Sýningin mun sýna það sem er líkt og ólíkt í gerð, þrýstingi, þéttni og hita hnattanna tveggja með áherslu á að þótt yfirborðið sem við lifum á sé frekar góðkynja þá leynist undir fótum okkar iðandi orkumassi sem orkuverið notar aðeins í örlitlum mæli. Alls staðar þar sem því verður við komið munum við setja upp gagnvirkni sem gerir fólki kleift að meta þann ægikraft sem við túlkum. Hér verður gestum boðið að sjá hvað þrýstingur af þumalfingri á borð er mikill í samanburði við innri þrýsting í sólinni og jörðinni.
Handan líkanna blasa við þrír veggir með áhrifamiklum sýningaratriðum. Miðveggurinn er stærstur og sýnir Ísland.
Veggirnir þrír
Ísland er land á hreyfingu. Það situr á Mið-Atlantshafshryggnum og tekur þátt í sömu skorpumyndun og á sér stað alls staðar á hafsbotninum og vex um 2 sentimetra á ári.
Til að sýna stöðugar hreyfingar á yfirborði Íslands mun skjáveggurinn í miðið sem er gerður úr glersteinum og skjám sýna myndir úr náttúrunni ásamt hljóðstöðvum á þremur tungumálum. Myndirnar breytast ört og renna rösklega yfir vegginn. Á fyrirfram ákveðnum augnablikum munu myndirnar renna saman og mynda stærri mynd eins og til dæmis stóran hver eða kvikugos eða jökulflóð. Þá munu litrík ljós í gólfinu lýsa upp gegnum glersteinavegginn til að gera sýninguna áhrifameiri.
Veggirnir tveir sitt hvoru megin mynda litlar inngöngudyr, eins og sviðsflekar í leikhúsi, að sýningunum handan þeirra þar sem fólk mun meðal annars sjá sýningarglugga inn í hjarta orkuversins.
Veggurinn hægra megin við skjávegginn er með gagnvirkri sýningu sem leggur áherslu á notkun mannsins á kjarnorkunni og tengir hana við kjarnorkuknúinn bræðsluofn sólarinnar en líkan af henni er skammt frá. Veggurinn mun sýna hvernig kjarnaklofning á sér stað og gestir fá að “kljúfa fyrsta atómið.” Það er gert með hundruðum ljóspunkta sem líkja eftir klofnun hvers atóms sem gefur frá sér orku til að rekast á næsta atóm sem veldur enn fleiri klofnunum. Lýsingunni og “kjarnaklofnuninni” verður stýrt með “eldsneytisstöngum” sem gestir ýta á sinn stað. Ef ýtt er of fast stöðvast klofnunin. Ef ýtt er of laust eykst lýsingin þar til veggurinn verður “hættulegur”, verður þakinn blikkandi ljóspunktum og “springur.”
Þriðji veggurinn er helgaður vatni. Innsetning handan hans tengir þrjú form vatns, klaka, ís og gufu við jarðfræði Íslands. Þrjár súlur sem standa mislangt út frá miðstólpa og eru staðsettar í formgerðum sem halda áfram túlkun þeirra sýna orkuna sem fæst úr þessum þremur formum. Stysta súlan sýnir ísstungur í þriðja vegginn gerðar úr kælieiningu og er köld ásýndar. Þrátt fyrir kuldann sér hitinn í sýningarýminu til þess að móða sest á súluna. Þetta gerir mögulegt að skýra hve vatn er flókið í gerð sinni og hvernig ísinn, þrátt fyrir mikinn þyngdarkraft sinn, hefur mikla möguleika þegar honum er breytt í vatn og gufu
Ísland, orka og orkuverið
Hinar súlurnar tvær tákna vatnsorku og jarðhitaorku. Miðsúlan vísar gestum á sýningu sem er helguð vatnsorku og leggur áherslu á beislun hennar á Íslandi og með gagnvirkni geta gestir skynjað hinn mikla kraft sem býr í fallandi vatni og knýr hverfla sem stuðla að framleiðslu rafmagns.
Lengsta súlan (jarðhitagufa) skilur að tvær hliðar á stílfærðu líkani sem er hengt upp og sýnir jarðskorpuna kringum Ísland þannig að gestum finnst þeir ganga djúpt niðri í jörðinni þegar þeir koma inn í þetta rými. Í jarðskjálfta “plötu” á gólfinu er samanþjappað ársskjálftum á Íslandi í 30 sekúndur. Vatnssúla, þar sem þrýstingi er breytt með gagnvirkni, sýnir hvernig gufan neðanjarðar getur hitnað vel yfir 100 gráður og hvernig hún bregst við þegar þrýstingnum er aflétt. Möttullinn er einnig útskýrður. Þessi sýning tengist tveimur öðrum sem skýra söguna frekar,- “Gagnvirkt orkuver” og “Djúpborun.” Frá þessari sýningu koma gestir að stórum glervegg og sjá handan hans hverfilsalinn. Salurinn verður baðaður daufu ljósi sem virðist sveiflast í rýminu meðan magn þess eykst og minnkar eftir forrituðu mynstri leikhússlýsingar sem beinir athygli að ákveðnum svæðum. Gestir geta líka stjórnað lýsingunni. Með gagnvirku borði geta þeir uppgötvað hvar ákveðnir þættir í ferlinu eru staðsettir. Sterk ljós munu lýsa hvern valinn þátt. Hver valinn þáttur er útskýrður með margmiðlun og sagt hvað hver vélarhluti gerir og hvernig honum er stjórnað.
Handan gagnvirka borðsins fylgir útskýringin vatnsstraumnum eftir þar sem hann kemur út úr hverflunum. Þetta verður tækifæri fyrir HS að berjast fyrir fjölnota orku í formi heits vatns. Sýningin mun rekja hvernig afgangsvatn má endurnýta í umhverfinu við orkuverið til að skapa úrvals aðstæður fyrir dýr og plöntur.
Handan skjáveggsins verður reist súla sem verður kjarni borsýningarinnar. Kjarnasýni ganga á hringekju kringum súluna. Þetta svæði verður helgað sögu borunar og bortækni, erfiðum aðstæðum nokkra metra undir yfirborði jarðar en einnig listrænum mikilfengleika sem birtist í fögrum steinefnum sem hitinn myndar og sjá má í borkjörnunum. Við enda glerveggsins er lokasvæðið í þessari Íslandssögu, helgað vetnissellum. Hér útskýrum við alhliða auðfáanleika vetnisins, leggjum áherslu á tæknina við framleiðslu þess, sýnum dæmi um vetnissellu sem getur séð heimili fyrir orku og leggjum fram spurninguna: Verður Ísland fyrsta vetnissamfélagið?
Máttur jarðar
Höldum aftur að aðalsýningunni og að hlið líkansins af jörðinni þar. Þar verður litið á hnattræna orku og hvernig við eyðum dýrmætum þrjótandi orkulindum jarðarinnar og nýjar og spennandi lausnir sem eru í mótun verða skoðaðar. Með einföldum gagnvirkum hætti sem byggist á akstri bíls munum við sýna fram á kosti nýrra leiða svo sem lífdísil í stað olíu, kols og gass og ítrekum boðskapinn um þrjótandi jarðefnaeldsneyti. Við skoðum á gamanasaman hátt möguleika á notkun annarra lífefna til að skapa orku, breytum eldsneyti í hitaeiningar til samanburðar. Gagnvirk margmiðlun skýrir nánar líffræðilega þörf mannsins fyrir betri orkuform og gildi þeirra fyrir plánetuna.
Handan þessarar sýningar verður tenging við vatn og þyngdaraflsþemu vatnsorkusvæðisins til að ræða sköpun sjávarfalla og hvernig nýta má orku þeirra. Með einföldu líkani sýnum við hreyfiöfl aðdráttarafls tunglsins og hafsins og hvernig nýta má fjórar breytingar daglega á hæð sjávar til orkunýtingar. Tengd gagnvirk sýning mun fjalla um notkun þyngdarafls sem gagnlega aðferð við að skapa orku.
Alheimsorka
Enn snúum við á svæðið fyrir framan líkönin af sól og jörð og tengjum himintunglin við stærri heimsmynd. Hér könnum við hvað er úti í geimnum og kynnum kenninguna um svartefnið og orkuna sem alheimurinn þarf til að haga sér eins og hann gerir. Með einfaldri gagnvirkni verður sýnt hvernig alheimurinn þenst út og túlkaður verður Hubble-fastinn sem setur fram þessa uppgötvun. Við spyrjum stórra spurninga: “Hvað er alheimurinn að verða? Sundrast hann eftir milljarða ára eða heldur hann áfram að þenjast út?”
Áður en við hættum okkur út til að skoða landslagið í birtu sumarsins eða næturhiminninn og stjörnurnar á vetrum kynnum við nokkrar nýjar hliðar á geimnum fyrir gestum okkar. Með smellinni gagnvirkni uppgötvum við hvar hver stjarna stjörnumerkjahringsins er staðsett á næturhimninum og hrekjum hina tvívíðu táknfræði tímarita og blaða. Í raun geta verið milljónir ljósára á milli stjarnanna. Að lokum lítum við á hina duldu orku alheimsins. Með hjálp hljóðsýningar sjáum við orku alheimsins streyma til okkar í ósýnilegum útvarpsbylgjum, frá bakgrunnsgeislun Miklahvells til púlsandi takta og tóna frá tifstjörnum í fjarlægum stjörnuþokum. Með þessi áleitnu hljóð í huga verður gestinum boðið að ganga út á svalirnar til að horfa til himins og dást að dýrð himingeimsins.
Það eru Íslendingarnir Björn G. Björnsson sýningahönnuður og Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndagerðarmaður sem standa að hugmyndinni ásamt enskum aðilum frá fyrirtækinu Janusi. Björn G. Björnsson setti meðal annars upp sýninguna Gjánni í kynningarhúsi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og einnig hannaði hann sýninguna í Saltfisksetrinu í Grindavík.
Meðfylgjandi er kynning þeirra félaga sem lögð var fram á aðalfundinum í gær ásamt nokkrum myndum úr kynningunni.
Orkuverið Jörð
Fyrir 13.75 milljörðum ára átti sér stað atburður sem var svo stórfenglegur að áhrifa hans gætir enn í dag. Einhvers staðar fyrir langa löngu, birtist óhugnanleg og ótrúleg orkusprengja að því er virðist upp úr þurru og alheimur okkar varð til. Á þessari stundu sendi einn punktur frá sér alla orku sem við höfum í alheimi okkar í dag, orkuna sem knýr milljarða stjarna í milljörðum stjörnuþoka og pláneturnar og allt sem lifir á plánetunum sem eru á braut umhverfis stjörnurnar.
Í sólkerfi okkar heldur stjarnan okkar áfram að brenna orkuforða sínum eins og hún hefur gert undanfarna fimm milljarða ára eða þar um bil og baðar okkur í lífi sem veitir orku. Í plánetunni Jörð leynist örlítill hluti af orku Miklahvells undir fótum okkar, knýr plánetuna, en samt er þetta litla magn næstum óskiljanlega mikið. Flest af því sem við sjáum er bundið við yfirborð jarðar okkar en samt er þessi orka aðeins vitnisburður um meiri mátt sem býr djúpt í iðrum jarðar. Enn höfum við ekki skilið til fulls þann glundroða sem er inni í plánetu okkar og erum rétt að byrja að skilja nær takmarkalausan kraft hennar.
Starfsemi alheimsins og tilvera okkar í einu litlu horni hans eru “miklar” frásagnir á allan hátt en það er þessi saga sem þessi sýningin ætlar að reyna að varpa einhverju ljósi á. Verkefni okkar er einfalt, útskýra hið stórkostlega, færa rök fyrir því ótrúlega og gera það spennandi og raunhæft markmið að uppfylla orkuþörf mannkyns með hreinni, endurnýjanlegri og fjölnota orkur. Við viljum fá gesti til að hefja eigin rannsóknir og hvetjum alla sem í heimsókn koma til að móta hugmyndir og viðhorfi sem efla hnattræna umræðu um hvernig við verjum þetta dýrmæta heimili okkar.
Útisvæði
Rölt um sólkerfið
Ef hugmyndin um alheim knúinn af forsögulegum krafti Miklahvells er of umfangsmikil til að skilja hana, geta flest okkar sýnt fram á grunnþekkingu á sólinni, orkulind þeirri sem er í hjarta sólkerfis okkar og knýr það. Þessi skilningur er að mestu fenginn úr bókum þar sem plánetur eru sýndar í þægilegum hlutföllum til að rúmast á einni A4 síðu. Þessi brenglaða mynd af nágrenni okkar í geimnum sýnir hve auðvelt er að bjaga staðreyndir og gera lítið úr ótrúlegri stærð alheimsins. Sólin verður að vinalegum tennisbolta og innri plánetur eru sýndar sem borðtenniskúlur, marmarakúlur, baunir og kúlulegur. Hversu oft sem við horfum til stjarnanna og sjáum örsmátt rautt ljós Mars á næturhimninum er það samt þessi mynd af sólkerfinu frá æsku okkar sem ber sannleikann um himingeiminn ofurliði. Samband Jarðar og sólar er jafn mikilvægt og naflastrengur milli móður og barns. Plánetan okkar er í raun gerð úr leifum eftir sköpun sólarinnar eins og aðrar plánetur sem eru á braut um hana. Fyrir vikið er plánetan okkar sú eina byggilega í sólkerfi okkar. Ef hún væri nær sólu myndi vatnið gufa upp og gufuhvolfið brenna upp, en væri Jörðin fjær myndi kuldinn tortíma henni. Tilvera okkar er því í hárfínu jafnvægi.
Það er ætlun okkar að bjóða gestum spennandi og umhugsunarverða túlkun utan við orkuverið sem undirbýr sýninguna fyrir innan. Þetta ókeypis tilboð verður óvænt, heillandi og víðtækt og skapar annað aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem heldur gestum rúma klukkustund lengur við orkuverið og lengur á Reykjanessskaga.
Við hyggjumst kynna sýninguna með því að sýna sólkerfið í réttum hlutföllum. Þetta verður gert með því að reisa líkan af sólinni, 3 metra í þvermál, við hliðina á bílastæðinu til að marka upphaf þessarar upplifunar. Hnötturinn mun ljóma og gefa frá sér hita í samræmi við stærð. Almenningur verður upplýstur um hið mikilvæga hlutverk sólarinnar í stjórn á plánetum sínum og sögð verður stutt saga af stjarntíma. Gestum verður boðið að ganga um hraunið eftir stígum til að uppgötva innri plánetur sólkerfisins. Þær verða í réttum hlutföllum við líkanið af sólinni svo jörðin verður álíka stór og borðtenniskúla. Þessi gífurlegi stærðarmunur mun koma flestum á óvart og hlutfallsleg fjarlægð Jarðar frá sól, 400 metrar, sýnir fram á stærð sólkerfisins. Líkanið af jörðinni og öðrum plánetum á vettvangi og á Reykjanesi verður á málmplötu ofan á fægðum hraunstalli sem sýnir ýmsar tölulegar upplýsingar um þær. Upplýsingar um Jörðina verða til dæmis þær hve langan tíma tekur að fara hring um sólina og hve langur hann er. Þetta þýðir að hún flýgur um geiminn (um 2,5 milljónir kílómetra) eða 6,5 metra á þessum mælikvarða, hringsnúningur jarðar sýndur með hraða hennar, fjöldi tungla jarðar og hvar næstu plánetur er að finna í stígakerfinu. Sjónpípur gera fólki kleift að finna næsta áfangastað í hrauninu. Við væntum þess að gangan til Jarðar verði vinsælust og ein gönguferð verði farin áður en fólk fer inn. Göngur til annarra pláneta myndu aðallega eiga sér stað eftir heimsókn á sýninguna.
Fyrsta hæð: Anddyri:
Miklihvellur
Þar sem stærð alheimsins og vegalengdir í sólkerfinu eru sýndar á útisvæðinu er ætlunin í anddyrinu að reyna á þolmörk skilning og skynjunar gesta með flókinni sýningu sem ögrar túlkun þeirra á Miklahvelli. Hér mætist það örsmáa og það tröllstóra í sögu sem nær yfir tímann sjálfan.
Útskýrt er í frásögninni að alheimurinn er “lokað kerfi” þar sem aðeins orkan og efnið sem var skapað fyrir 13,7 milljörðum ára á tíma Miklahvells er til staðar. Takmark okkar er að gera fólk agndofa með lýsingu á umfangi atburða Miklahvells og samsvarandi umfangi alheimsins í dag en um leið tengja þessar gríðarstóru tölur við það örsmáa magn alheimsorku sem orkuverkið notar og heyra má dyninn af handan veggjarins í anddyrinu. Við förum í þriggja mínútna ferð með gestum í upphafi tímans(jafngildir þeim tíma sem flestir verja á svæðinu) þegar alheimurinn breyttist úr einstakleika í sköpun og enn meira. Á þessum tíma rúmaðist öll orka og massi sem við þekkjum (finnst í um 100 milljörðum stjörnuþoka alheimsins með milljörðum stjarna hver) í rými sem var minna en einn milljarðasti af sentimetra í þvermál. Þegar alheimurinn þandist síðan skyndilega út á hinum svonefnda “þenslutíma” varð hann á stærð við greipávöxt á einum milljónasta hluta úr sekúndu( eins og baun yrði á stærð við stjörnuþoku á sama tíma). Það var mjög heitt, milljarða gráðu heiti en kólnaði hratt. Við munum sýna þetta hitastig í samanburði við skiljanlegar stærðir (hita sjóðandi vatns, orku sólarinnar og hita jarðgufunnar sem orkuverið notar). Á fyrstu mínútum lífsins, urðu frumefni og agnir til og eyddust þar til stöðugleika var náð og sá alheimur sem við þekkjum í dag byrjaði að mótast.
Aðalsýningin rekur fyrstu sekúndurnar í lífi alheimsins þar sem hann var enn svo smár að hann rúmaðist í lófa. Stór plasma-skjár sýnir hringrás 1 og 0 sem breytist á hverri sekúndu til að hjálpa gestum til að skilja þennan stutta tíma í frumbernsku alheimsins. Sýning á þremur augnablikum í tímanum sýnir á áhrifamikinn hátt fæðingu alheimsins. Gestir geta skoðað umheiminn á fyrsta andartakinu sem vísindamenn telja sig geta rökstutt eða um 10 í 35 veldi úr sekúndu eftir tilurð hans. Því miður sjá gestir ekki lítinn hvolflaga umheim í smásjánni því hann var enn enn of lítill til að sjást jafnvel í rafeindasmásjá en textalína upplýsir hve mörgum alheimum má koma fyrir á punktinn við lok setningarinnar sem þeir lesa. Næsta augnablik gerist um 10 í 32 veldi úr sekúndu, eða broti úr attósekúndu eftir að alheimurinn varð til. Þetta var í lok útþensluskeiðsins þegar alheimurinn þandist út hraðar en nokkru sinni fyrr eða síðar. Það var magnþrungið augnablik þegar hann óx um 10 í 50. veldi og varð á stærð við greipaldin. Þótt stærðin sé áþreifanleg og við endurgerum atburðinn með alheimi sem fólk getur haldið á er vaxtarhraðinn ekki mörgum sinnum hraðari en ljóshraðinn. Margir munu finna til smæðar sinnar þegar þeir halda á heiminum í hendi sér. Það er erfitt að gera sér grein fyrir útþensluhraðanum á þessu stigi því fæstir geta rökstutt eða séð fyrir sér kjarnorkumælikvarða. Til að skilja umfang þessa vaxtar færum við okkur á þriðju stöðina þar sem alheimurinn er einnar sekúndu gamall og dregið hefur úr vaxtarhraðanum. Gestir verða hvattir til að giska á stærð hans eftir eina sekúndu eftir að hafa fengið að vita að dregið hafi úr vaxtarhraðanum síðan á þensluskeiðinu. Svarið verður ritað á vegginn þar sem línan endar og það kemur fólki á óvart að hann er átta ljósár í þvermál eða um 76 trilljónir kílómetra. Áhrifamiklar myndir munu rekja söguna frá fyrstu sekúndu Miklahvells til lokar þriðju mínútunnar meðan fólk gengur upp tröppurnar á aðalsýningarsvæðið.
Önnur hæð: Aðalsýning
Hvað er orka?
Þegar fólk hefur uppgötvað að öll orka kom frá Miklahvelli greinir sýningin einkum frá því formi sem orka er til á okkar tímum. Afgreiðsluborðið er næst tröppunum og fyrir aftan það er myndbandaveggur sem sýnir runu norðurljósa sem á að hvetja forvitinn sýningargest til að sjá orku í nýju ljósi. Síðar munu gestir skilja að þessi heillandi ljósasýning náttúrunnar er í raun vegna orku sem ræðst á gufuhvolf okkar.
Upphafssvæðið á annarri hæð verður fullt af leikandi gagnvirkni sem útskýrir ýmis form orku því oft er auðveldara að skilja flókin hugtök eins og orku með hjálp vélrænnar og sjónrænnar nýsitækni til að auðvelda skilning. Þetta svæði staðfestir að, þar sem orka er takmörkuð innan alheimsins, notum við hana aldrei alla, heldur breytum henni í annað orkuformi með eilífri keðju notkunar. Við leikum okkur með vélræna, hugsanlega orku og hreyfiorku, fjaðrir, bolta og segla. Fjölbreytni orkutegunda verður skýrð, allt frá því kunnuga, eins og hita, til þess óvænta, eins og útvarpsbylgna og ljóss, með sýningarmiðlum með áherslu á “falda” orku, svo sem efnaorku og raforku. Gestir verða baðaðir í regnbogastrendingi í sýningu um ljósorku meðan þeir taka gagnvirkan þátt í sýningu sem er helduð þeim þáttum rafsegulmagns sem eru ósýnilegir. Mönnum verður lýst eins og vélum sem þurfa orku til að hlaupa, orku sem við fáum úr fæðunni. Tvær tengdar sýningar munu skoða hitaeiningar og hvað skipting orku táknar og hvernig líkaminn notar hitaeininganeysluna til að starfa sem skýrir hvernig líkamar okkar eru vélar sem auka við orku og þurfa eldsneyti daglega, rétt eins og orkuver þarfnast eldsneytis (í formi jarðvarmavökva) til að knýja vélar sínar. Að lokum skoðum við afstæðiskenningu Einsteins til að sýna hvað við erum full af hugsanlegri orku. Hvert svæði verður kynnt með myndrænu líkani á upplýstum hálfmöttum fleti í gólfinu.
Sólarorka
Eftir orkuhlutann kemur fólk að sólarsvæðinu til að sjá hvernig stjarnan okkar sér okkur fyrir mestallri orku okkar. Með gagnvirkni, myndum, líkönum og miðlum sýnum við að sólin sér um að veita yfirborði plánetu okkar og gufuhvolfi orku, skapar vindakerfi og öldur sem stafa af þeim með rafsegulorku sinni. Svæðið er tvískipt og við lítum fyrst á beina beislun sólarorku með sólarþiljum. Orkuljós frá miðsvæði sýningarinnar endurkastast af spegli á sólarþil. Þetta verður tvíþætt sýning sem sýnir gerð sólarþilju sem sex laufblaða hlutfallslíkan sem opnast og lokast. Myndskjáir sýna hringiðu yfirborðs sólar, sólargos, sólarbletti og CME og áhrif þeirra á jörðina. Á hinu svæðinu verður fjallað um óbein áhrif sólarorku-hvernig vindar verða til og öldukraftur. Með gagnvirkni verður skýrt hvernig ójöfn hitun andrúmsloftsins skapar vinda og hvernig við beislum vindorkuna. Tengd sýning mun sýna hvernig vindur skapar öldur og hvernig tæknin er notuð til að þróa lausnir til að nýta þessa orku.
Aðalsýningin
Í miðju salarins eru tvö hálfkúlulíkön og er annað 2/3 af stærð hins. Það stærra táknar sólina, hið minna jörðina. Þessi sýning fjallar um innri starfsemi stjörnu okkar og plánetu og gerir gestum kleift að uppgötva hvernig þær báðar skapa orku sem hefur áhrif á okkur daglega. Sýningin mun sýna það sem er líkt og ólíkt í gerð, þrýstingi, þéttni og hita hnattanna tveggja með áherslu á að þótt yfirborðið sem við lifum á sé frekar góðkynja þá leynist undir fótum okkar iðandi orkumassi sem orkuverið notar aðeins í örlitlum mæli. Alls staðar þar sem því verður við komið munum við setja upp gagnvirkni sem gerir fólki kleift að meta þann ægikraft sem við túlkum. Hér verður gestum boðið að sjá hvað þrýstingur af þumalfingri á borð er mikill í samanburði við innri þrýsting í sólinni og jörðinni.
Handan líkanna blasa við þrír veggir með áhrifamiklum sýningaratriðum. Miðveggurinn er stærstur og sýnir Ísland.
Veggirnir þrír
Ísland er land á hreyfingu. Það situr á Mið-Atlantshafshryggnum og tekur þátt í sömu skorpumyndun og á sér stað alls staðar á hafsbotninum og vex um 2 sentimetra á ári.
Til að sýna stöðugar hreyfingar á yfirborði Íslands mun skjáveggurinn í miðið sem er gerður úr glersteinum og skjám sýna myndir úr náttúrunni ásamt hljóðstöðvum á þremur tungumálum. Myndirnar breytast ört og renna rösklega yfir vegginn. Á fyrirfram ákveðnum augnablikum munu myndirnar renna saman og mynda stærri mynd eins og til dæmis stóran hver eða kvikugos eða jökulflóð. Þá munu litrík ljós í gólfinu lýsa upp gegnum glersteinavegginn til að gera sýninguna áhrifameiri.
Veggirnir tveir sitt hvoru megin mynda litlar inngöngudyr, eins og sviðsflekar í leikhúsi, að sýningunum handan þeirra þar sem fólk mun meðal annars sjá sýningarglugga inn í hjarta orkuversins.
Veggurinn hægra megin við skjávegginn er með gagnvirkri sýningu sem leggur áherslu á notkun mannsins á kjarnorkunni og tengir hana við kjarnorkuknúinn bræðsluofn sólarinnar en líkan af henni er skammt frá. Veggurinn mun sýna hvernig kjarnaklofning á sér stað og gestir fá að “kljúfa fyrsta atómið.” Það er gert með hundruðum ljóspunkta sem líkja eftir klofnun hvers atóms sem gefur frá sér orku til að rekast á næsta atóm sem veldur enn fleiri klofnunum. Lýsingunni og “kjarnaklofnuninni” verður stýrt með “eldsneytisstöngum” sem gestir ýta á sinn stað. Ef ýtt er of fast stöðvast klofnunin. Ef ýtt er of laust eykst lýsingin þar til veggurinn verður “hættulegur”, verður þakinn blikkandi ljóspunktum og “springur.”
Þriðji veggurinn er helgaður vatni. Innsetning handan hans tengir þrjú form vatns, klaka, ís og gufu við jarðfræði Íslands. Þrjár súlur sem standa mislangt út frá miðstólpa og eru staðsettar í formgerðum sem halda áfram túlkun þeirra sýna orkuna sem fæst úr þessum þremur formum. Stysta súlan sýnir ísstungur í þriðja vegginn gerðar úr kælieiningu og er köld ásýndar. Þrátt fyrir kuldann sér hitinn í sýningarýminu til þess að móða sest á súluna. Þetta gerir mögulegt að skýra hve vatn er flókið í gerð sinni og hvernig ísinn, þrátt fyrir mikinn þyngdarkraft sinn, hefur mikla möguleika þegar honum er breytt í vatn og gufu
Ísland, orka og orkuverið
Hinar súlurnar tvær tákna vatnsorku og jarðhitaorku. Miðsúlan vísar gestum á sýningu sem er helguð vatnsorku og leggur áherslu á beislun hennar á Íslandi og með gagnvirkni geta gestir skynjað hinn mikla kraft sem býr í fallandi vatni og knýr hverfla sem stuðla að framleiðslu rafmagns.
Lengsta súlan (jarðhitagufa) skilur að tvær hliðar á stílfærðu líkani sem er hengt upp og sýnir jarðskorpuna kringum Ísland þannig að gestum finnst þeir ganga djúpt niðri í jörðinni þegar þeir koma inn í þetta rými. Í jarðskjálfta “plötu” á gólfinu er samanþjappað ársskjálftum á Íslandi í 30 sekúndur. Vatnssúla, þar sem þrýstingi er breytt með gagnvirkni, sýnir hvernig gufan neðanjarðar getur hitnað vel yfir 100 gráður og hvernig hún bregst við þegar þrýstingnum er aflétt. Möttullinn er einnig útskýrður. Þessi sýning tengist tveimur öðrum sem skýra söguna frekar,- “Gagnvirkt orkuver” og “Djúpborun.” Frá þessari sýningu koma gestir að stórum glervegg og sjá handan hans hverfilsalinn. Salurinn verður baðaður daufu ljósi sem virðist sveiflast í rýminu meðan magn þess eykst og minnkar eftir forrituðu mynstri leikhússlýsingar sem beinir athygli að ákveðnum svæðum. Gestir geta líka stjórnað lýsingunni. Með gagnvirku borði geta þeir uppgötvað hvar ákveðnir þættir í ferlinu eru staðsettir. Sterk ljós munu lýsa hvern valinn þátt. Hver valinn þáttur er útskýrður með margmiðlun og sagt hvað hver vélarhluti gerir og hvernig honum er stjórnað.
Handan gagnvirka borðsins fylgir útskýringin vatnsstraumnum eftir þar sem hann kemur út úr hverflunum. Þetta verður tækifæri fyrir HS að berjast fyrir fjölnota orku í formi heits vatns. Sýningin mun rekja hvernig afgangsvatn má endurnýta í umhverfinu við orkuverið til að skapa úrvals aðstæður fyrir dýr og plöntur.
Handan skjáveggsins verður reist súla sem verður kjarni borsýningarinnar. Kjarnasýni ganga á hringekju kringum súluna. Þetta svæði verður helgað sögu borunar og bortækni, erfiðum aðstæðum nokkra metra undir yfirborði jarðar en einnig listrænum mikilfengleika sem birtist í fögrum steinefnum sem hitinn myndar og sjá má í borkjörnunum. Við enda glerveggsins er lokasvæðið í þessari Íslandssögu, helgað vetnissellum. Hér útskýrum við alhliða auðfáanleika vetnisins, leggjum áherslu á tæknina við framleiðslu þess, sýnum dæmi um vetnissellu sem getur séð heimili fyrir orku og leggjum fram spurninguna: Verður Ísland fyrsta vetnissamfélagið?
Máttur jarðar
Höldum aftur að aðalsýningunni og að hlið líkansins af jörðinni þar. Þar verður litið á hnattræna orku og hvernig við eyðum dýrmætum þrjótandi orkulindum jarðarinnar og nýjar og spennandi lausnir sem eru í mótun verða skoðaðar. Með einföldum gagnvirkum hætti sem byggist á akstri bíls munum við sýna fram á kosti nýrra leiða svo sem lífdísil í stað olíu, kols og gass og ítrekum boðskapinn um þrjótandi jarðefnaeldsneyti. Við skoðum á gamanasaman hátt möguleika á notkun annarra lífefna til að skapa orku, breytum eldsneyti í hitaeiningar til samanburðar. Gagnvirk margmiðlun skýrir nánar líffræðilega þörf mannsins fyrir betri orkuform og gildi þeirra fyrir plánetuna.
Handan þessarar sýningar verður tenging við vatn og þyngdaraflsþemu vatnsorkusvæðisins til að ræða sköpun sjávarfalla og hvernig nýta má orku þeirra. Með einföldu líkani sýnum við hreyfiöfl aðdráttarafls tunglsins og hafsins og hvernig nýta má fjórar breytingar daglega á hæð sjávar til orkunýtingar. Tengd gagnvirk sýning mun fjalla um notkun þyngdarafls sem gagnlega aðferð við að skapa orku.
Alheimsorka
Enn snúum við á svæðið fyrir framan líkönin af sól og jörð og tengjum himintunglin við stærri heimsmynd. Hér könnum við hvað er úti í geimnum og kynnum kenninguna um svartefnið og orkuna sem alheimurinn þarf til að haga sér eins og hann gerir. Með einfaldri gagnvirkni verður sýnt hvernig alheimurinn þenst út og túlkaður verður Hubble-fastinn sem setur fram þessa uppgötvun. Við spyrjum stórra spurninga: “Hvað er alheimurinn að verða? Sundrast hann eftir milljarða ára eða heldur hann áfram að þenjast út?”
Áður en við hættum okkur út til að skoða landslagið í birtu sumarsins eða næturhiminninn og stjörnurnar á vetrum kynnum við nokkrar nýjar hliðar á geimnum fyrir gestum okkar. Með smellinni gagnvirkni uppgötvum við hvar hver stjarna stjörnumerkjahringsins er staðsett á næturhimninum og hrekjum hina tvívíðu táknfræði tímarita og blaða. Í raun geta verið milljónir ljósára á milli stjarnanna. Að lokum lítum við á hina duldu orku alheimsins. Með hjálp hljóðsýningar sjáum við orku alheimsins streyma til okkar í ósýnilegum útvarpsbylgjum, frá bakgrunnsgeislun Miklahvells til púlsandi takta og tóna frá tifstjörnum í fjarlægum stjörnuþokum. Með þessi áleitnu hljóð í huga verður gestinum boðið að ganga út á svalirnar til að horfa til himins og dást að dýrð himingeimsins.