MIKLAR REYKSKEMMDIR Á SUÐURGÖTU
				
				Pottur gleymdist á heitri hellu í húsi á Suðurgötu í Keflavík sl. sunnudag. Íbúinn var ekki heima þegar þetta gerðist, en íbúar á efri hæð hússins tilkynntu um mikla reykjarlykt. Slökkviliðið þurfti að brjóta upp útidyrahurðina til að komast inn og reyklosa íbúða. Einhverjar skemmdir urðu á íbúðinni af völdum reyks.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				