Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miklar líkur á skjálfta á Reykjanesi á næstu 10 árum
Dæmigert jarðhræringakort Veðurstofu Íslands.
Þriðjudagur 30. júní 2015 kl. 09:57

Miklar líkur á skjálfta á Reykjanesi á næstu 10 árum

- segir jarðeðlisfræðingur.

„Líkurnar á sterkum skjálfta á næstu 10 árum eru mjög háar, það er bara það sem við höfum búið við hingað til,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á Útvarpi Sögu í gærmorgun. Vefsíðan Grindavík.net greinir frá. Eins og fram hefur komið hefur verið nokkuð mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum og nágrenni síðustu vikurnar og getur spennuástandið í jarðskorpunni orðið óstöðugra í framhaldinu. Greining Veðurstofunnar á smáskjálftum á svæðinu frá Kleifarvatni og austur í Ölfus bendir til að óstöðugleiki geti verið til staðar í jarðskorpunni.
 
Páll sagði að nú væru í gangi tilraunir til að reyna að ráða aðeins í framtíðina og sýna líkurnar á jarðhræringum eða jarðskjálftum tölulega séð. Forritin sem reikni þetta út núna gefi smá útslag sem gefi tilefni til að minna fólk á. „Það er ekki beint verið að spá fyrir um jarðskjálfta eða vara við yfirvofandi jarðskjálftum, heldur er verið að nota þetta tilefni til að minna fólk á að það búi nálægt jarðskjálftasvæði og það þarf að vera stöðugt á verði,“ segir Páll í viðtalinu, en hann telur að engar vísbendingar séu um eldgosahættu á Reykjanesskaganum núna, þótt um sé að ræða eldgosasvæði og einhverntímann komi að því að þar gjósi. 
 
Í tilkynningu Almannavarna segur að jarðskjálfti af stærðinni 6,5 myndi finnast á öllu höfuðborgarsvæðinu, Grindavík, Þorlákshöfn, Hveragerði og Reykjanesbæ, en afleiðingarnar gætu orðið töluverðar á eldri húsum. Húsgögn myndu hreyfast úr stað og veggir gætu sprungið. Mælst er til að fólk tryggi að skápar, hillur og aðrir þungir munir séu fastir við gólf eða vegg. Sérstaklega nálægt svefnstað, en litlu munaði í Suðurlandsskjálftanum árið 2000 að manntjón hlytist af. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024