Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miklar framkvæmdir við Leifsstöð
Mánudagur 15. mars 2004 kl. 15:49

Miklar framkvæmdir við Leifsstöð

Unnið er að stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. brottfararmegin, en fyrirtækið Ístak sér um stækkun flugstöðvarinnar. Að sögn Gísla Kristóferssonar verkstjóra hjá Ístak ganga framkvæmdir vel. Búið er að grafa út fyrir fyrsta og annan áfanga og unnið er að því að steypa sökkla. „Við verðum búnir með fyrsta áfanga í lok maí, en í þeim áfanga felst jarðvegsvinna, uppsteypa sökkla og gólfplötu, auk þess sem stálvirkið verður klárað,“ segir Gísli en verið er að framleiða gler og glervirki sem komið verður upp. Í byrjun september er áætlað að vinna við stækkun hefjist komumegin í flugstöðinni.

Myndin: Framkvæmdir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024