Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 22. nóvember 2000 kl. 11:14

Miklar framkvæmdir í Vogunum

Eitt og annað er um að vera í Vogunum þessa dagana enda eru Vogamenn ekki þekktir fyrir að slá slöku við þegar að framkvæmdum kemur. Hreppurinn er að komast í jólafötin, en nú er verið að ljúka við uppsetningu á jólalýsinga á ljósastaurum bæjarins. Jörð hefur verið alhvít að undanförnu og fer vel við jólaljósin, en verra þykir fólki þegar það hrasar á hálkublettum og festir sig í snjósköflum. Hreppsnefnd hefur því ákveðið að bjóða út bæði snjómokstur og hálkueyðingu en tilboðin opna á morgun, föstudaginn 24. nóvember. Framkvæmdir við leikskólann eru í fullum gangi en nú er verið að ljúka við að koma upp bráðabirgðahúsnæði til að taka kúfinn af biðlistanum. Einhvers staðar verða blessuð börnin jú að vera. Miklar framkvæmdir eiga sér einnig stað í gatna- og holræsagerð og senn verður farið í gangstéttalagningar. Þessi mikla uppbygging og gróska í Vogunum hefur gert það að verkum að utanbæjarmenn vilja ólmir tryggja sér eignir á svæðinu. Byggingarlóðir hafa runnið út eins og heitar lummur og nú er svo komið að nánast ekkert framboð er af eignum í Vogum til leigu eða sölu hjá fasteignasölum. Samhliða þessari auknu eftirspurn hefur fasteignaverð hækkað töluvert í Vogum á undanförnum mánuðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024