Miklar framkvæmdir í Sandgerði
Miklar framkvæmdir standa yfir í Sandgerði um þessar mundir, bæði á vegum bæjarfélagsins, fyrirtækja og einstaklinga. Hér að neðan er stutt yfirlit yfir þær helstu.
Uppbygging miðbæjarsvæðis.
Framkvæmdir eru hafnar við Miðnestorg 3 í fyrirhuguðum miðbæ Sandgerðis. Framkvæmdin er á vegum Sandgerðisbæjar, Miðnestorgs ehf og Búmanna hsf, en aðalverktaki er Húsagerðin ehf. Um er að ræð 3ja hæða byggingu, alls um 3.200 m2
Í húsinu mun verða bókasafn, bæjarskrifstofur, ýmiss þjónustustarfsemi, miðjukjarni með þjónustueldhúsi og íbúðir.
Gengið verður frá lóð með malbikuðum bílastæðum, hellulögn og öðrum frágangi. Á lóðinni er gert ráð fyrir fjölskyldugarði og tjörn.
Fyrirhugað er að taka húsið í notkun eftir u.þ.b. eitt ár.
Endurnýjun lagna og gangstétta.
Samið hefur verið við Nesprýði ehf um endurnýjun lagna og gangstétta í Túngötu, Vallargötu, Austurgötu, Hlíðargötu og hluta Suðurgötu.
Endurnýjaðar verða að hluta til fráveitu- og vatnslagnir og lagðar nýjar gangstéttar.
Áætlað er að framkvæmdum ljúki á þessu ári.
Bogabraut.
Lóðaúthlutun hefur gengið vel við Bogabraut, sem er nýtt byggingarsvæði fyrir einbýlishús, sunnan við Oddnýjarbraut. Þar eru 12 byggingarlóðir auk 2ja syðst við Holtsgötu .
Búið er að úthluta 9 lóðum, flutt er inn í eitt hús, tvö eru u.þ.b. fokheld og framkvæmdir eru hafnar á nokkrum lóðum.
Framkvæmdir standa yfir við götuna og er áætlað að malbikun ljúki síðari hluta ársins.
Lækjamót
Nýtt byggingarsvæði var samþykkt á síðasta ári við Lækjamót fyrir ofan Heiðarbraut. Gatnaframkvæmdir standa yfir og er aðalverktaki A. Pálssom ehf.
Fyrirhugað er að gera neðri hluta svæðisins byggingarhæfan á þessu ári og er verið að vinna við gatnagerð og lagnir.
Úthlutað hefur verið 14 byggingarlóðum til verktaka og einstaklinga fyrir einbýlishús, parhús og raðhús. Eitt parhús með tveimur íbúðum er nú fokhelt.
Miðtún/Norðurtún.
Öllum lóðum hefur verið úthlutað við Miðtún og Norðurtún og standa framkvæmdir yfir á síðustu lóðunum.
Ein lóð er óbyggð syðst við Stafnesveg, en hún er í einkaeign og hefur verið auglýst til sölu.
Nátthagi við Þóroddsstaði.
Úthlutað hefur verið öllum lóðum fyrir sumarbústaði, frístundahús, í Nátthaga við Þóroddsstaði. Um er að ræða 19 lóðir. Fullgerð eru 5 hús, 2 eru fokheld og framkvæmdir hafnar eða að hefjast á nokkrum lóðum.
Uppbygging miðbæjarsvæðis.
Framkvæmdir eru hafnar við Miðnestorg 3 í fyrirhuguðum miðbæ Sandgerðis. Framkvæmdin er á vegum Sandgerðisbæjar, Miðnestorgs ehf og Búmanna hsf, en aðalverktaki er Húsagerðin ehf. Um er að ræð 3ja hæða byggingu, alls um 3.200 m2
Í húsinu mun verða bókasafn, bæjarskrifstofur, ýmiss þjónustustarfsemi, miðjukjarni með þjónustueldhúsi og íbúðir.
Gengið verður frá lóð með malbikuðum bílastæðum, hellulögn og öðrum frágangi. Á lóðinni er gert ráð fyrir fjölskyldugarði og tjörn.
Fyrirhugað er að taka húsið í notkun eftir u.þ.b. eitt ár.
Endurnýjun lagna og gangstétta.
Samið hefur verið við Nesprýði ehf um endurnýjun lagna og gangstétta í Túngötu, Vallargötu, Austurgötu, Hlíðargötu og hluta Suðurgötu.
Endurnýjaðar verða að hluta til fráveitu- og vatnslagnir og lagðar nýjar gangstéttar.
Áætlað er að framkvæmdum ljúki á þessu ári.
Bogabraut.
Lóðaúthlutun hefur gengið vel við Bogabraut, sem er nýtt byggingarsvæði fyrir einbýlishús, sunnan við Oddnýjarbraut. Þar eru 12 byggingarlóðir auk 2ja syðst við Holtsgötu .
Búið er að úthluta 9 lóðum, flutt er inn í eitt hús, tvö eru u.þ.b. fokheld og framkvæmdir eru hafnar á nokkrum lóðum.
Framkvæmdir standa yfir við götuna og er áætlað að malbikun ljúki síðari hluta ársins.
Lækjamót
Nýtt byggingarsvæði var samþykkt á síðasta ári við Lækjamót fyrir ofan Heiðarbraut. Gatnaframkvæmdir standa yfir og er aðalverktaki A. Pálssom ehf.
Fyrirhugað er að gera neðri hluta svæðisins byggingarhæfan á þessu ári og er verið að vinna við gatnagerð og lagnir.
Úthlutað hefur verið 14 byggingarlóðum til verktaka og einstaklinga fyrir einbýlishús, parhús og raðhús. Eitt parhús með tveimur íbúðum er nú fokhelt.
Miðtún/Norðurtún.
Öllum lóðum hefur verið úthlutað við Miðtún og Norðurtún og standa framkvæmdir yfir á síðustu lóðunum.
Ein lóð er óbyggð syðst við Stafnesveg, en hún er í einkaeign og hefur verið auglýst til sölu.
Nátthagi við Þóroddsstaði.
Úthlutað hefur verið öllum lóðum fyrir sumarbústaði, frístundahús, í Nátthaga við Þóroddsstaði. Um er að ræða 19 lóðir. Fullgerð eru 5 hús, 2 eru fokheld og framkvæmdir hafnar eða að hefjast á nokkrum lóðum.