Miklar framkvæmdir hjá Ice-West
Fyrirtækið Ice-West ehf. í Grindavík hefur staðið í miklum framkvæmdum frá því í byrjun sumars. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu, ekki síst fyrir starfsfólkið en mun betur fer um alla vinnu og starfsemi Ice-West eftir þessar breytingar Fyrirtækið framleiðir niðursoðna, reykta þorsklifur.
Uppgangur hefur verið hjá fyrirtækinu og er ætlunin að auka framleiðsluna töluvert.
Sem kunnugt er samþykkti bæjarráð Grindavíkur að kaupa hlutafé í Ice-West ehf. að nafnvirði kr. 318.182, á kr. 7.000.000, sem er 3,5% af heildarhlutafé félagsins. Frá skráðum kaupdegi hefur Ice-West endurkaupsrétt á öllu hlutafénu á sama verði með verðtryggingu og bærinn keypti hlutaféð á og hefur þann rétt í 18 mánuði frá og með kaupdegi.
Ef Ice-West hyggst nýta sér kaupréttinn þá þarf Ice-West að kaupa allt hlutaféð til baka, en ekki einungis hluta þess.
www.grindavik.is
--
Mynd - Unnið að malbikun planið fyrir framan Ice-West.