Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miklar fjárhagsáhyggjur félagsmanna
Mánudagur 18. október 2010 kl. 11:07

Miklar fjárhagsáhyggjur félagsmanna

Meira en helmingur svarenda í nýrri könnun Capacent meðal félagsmanna í VSFK, Eflingu og Hlíf, hefur áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni. Hlutfallið er næstum 60% hjá félagsmönnum í VSFK. Um einn af hverjum fimm hefur leitað aðstoðar vegna fjárhagslegra mála og þar af um einn af hverjum tíu sem hefur leitað til banka og fjármálastofana. Óánægja eykst með launin og krafa um hærri laun er áberandi efst á blaði þátttakenda. Nærri þriðjungur svarenda býr í leiguhúsnæði og fólk heldur áfram að draga úr útgjöldum, svo sem til ferðalaga og tómstunda. Um einn af hverjum fjórum sparar við sig annað árið í röð í heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir að margir hlutir hafa farið niður á við, er fólk sátt við þjónustu stéttarfélaganna. Mikill meirihluti félagsmanna leggur enn og aftur áherslu á hækkun lægstu launa jafnvel þó það þýði minni almenna hækkun launa.


Alls eru 23% félagsmanna VSFK atvinnulausir, á hlutabótum eða á uppsagnarfresti. Það er mun hærra hlutfall en í hinum félögunum. Næstum tveir af hverjum þremur atvinnulausum félagsmönnum í VSFK hafa fengið aðstoð eða boð um aðstoð hjá Vinnumálastofnun, en það er allmiklu hærra hlutfall en hjá félagsmönnum í hinum félögunum tveimur. Meirihluti þeirra var ánægður með þjónustuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þegar spurt er um áherslur í komandi kjarasamningum þá er langmest áhersla á launin. Um níu af hverjum tíu eru mjög sammála eða sammála þessari stefnu og yfirgnæfandi meirihluti vill einnig umframhækkun lægstu launa þó að það þýði minni hækkun launa almennt. Þá kemur fram að ríflega helmingur þátttakenda er ósáttur við laun sín og fer sá hópur stækkandi undanfarin misseri.


Laun og starfskjör halda áfram að skerðast eins og í síðustu Gallup könnun. Fyrir utan beinar launaskerðingar, kemur til yfirvinnubann, aukið álag án launagreiðslna, skert starfshlutafall eða að aðrar tekjutengdar greiðslur skerðast. Meðal stórra hópa sem orðið hafa fyrir skerðingum eru bílstjórar og tækjamenn.


Könnunina má nálgast hér í heild.