Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miklar breytingar framundan í úrgangsmálum á Suðurnesjum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 3. mars 2023 kl. 07:05

Miklar breytingar framundan í úrgangsmálum á Suðurnesjum

Fulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum hittust 16. febrúar í Kölku til þess að fara yfir þær breytingar sem fram undan eru í úrgangsmálum. Nýju löggjöfinni fylgja töluverðar breytingar í bakvinnslu og því mikilvægt að samræma og reyna að sjá fyrir þær áskoranir sem fram undan eru til þess að þessi breyting gangi sem best fyrir sig fyrir íbúa á Suðurnesjum. Þetta kemur fram á vef Kölku.

Mikil vinna hefur verið lögð í að greina stöðuna eins og hún er í hverju sveitarfélagi fyrir sig og á fundinum var farið yfir hvert hlutverk sveitarfélaganna er í þessum breytingum og hvert hlutverk Kölku er.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljóst er að einhverjir íbúar munu þurfa að ráðast í breytingar á núverandi úrgangslausnum við sínar fasteignir og hvetur Kalka íbúa til þess að skoða það tímanlega.

„Við fögnum þessari góðu samvinnu sem hefur átt sér stað með sveitarfélögunum og hlökkum til samstarfsins á komandi mánuðum þar sem árangur nýs flokkunarkerfis mun að miklu leyti byggja á samræmdum flokkunarleiðbeiningum og samvinnu okkar allra,“ segir jafnframt á vef Kölku.