Miklar breytingar á Hafnargötu 23
Nú standa yfir miklar framkvæmdir við húsnæðið að Hafnargötu 23 í Keflavík, þar sem Sportbúð Óskars var m.a. áður. Nú standa eingöngu útveggir hússins eftir. Í dag var unnið með steinsög á bakhlið hússins.
Það er Fasteignafélagið Þrek sem á húsnæðið og stendur fyrir breytingum á því. Jóhannes Ellertsson hjá félaginu sagði í samtali við blaðið að verslunarhæð hússins verði stækkuð um 150 fermetra og á 2., 3. og 4. hæð verði átta 3ja til 4ra herbergja íbúðir með svalir bæði til vesturs og austurs, þ.e. bæði út á hafið og yfir Hafnargötuna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á haustmánuðum.
Mynd: Frá framkvæmdum í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Það er Fasteignafélagið Þrek sem á húsnæðið og stendur fyrir breytingum á því. Jóhannes Ellertsson hjá félaginu sagði í samtali við blaðið að verslunarhæð hússins verði stækkuð um 150 fermetra og á 2., 3. og 4. hæð verði átta 3ja til 4ra herbergja íbúðir með svalir bæði til vesturs og austurs, þ.e. bæði út á hafið og yfir Hafnargötuna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á haustmánuðum.
Mynd: Frá framkvæmdum í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi