Mikinn reyk lagði frá brennandi bíl í Njarðvík
Eldur var borinn að bifreið sem stóð við Njarðvíkurhöfn seint í gærkvöldi. Þegar Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang var bifreiðin alelda og lagði mikinn reyk yfir svæðið. Eldurinn var fljótt slökktur.
Ekki er vitað hver kveikti eldinn en bifreiðin hafði staðið þarna í nokkra daga. Þannig hafði rúða verið brotin í sama bíl fyrir tveimur til þremur dögum.
Bíllinn var ekki með skráningarnúmer en lögreglan í Keflavík fer með rannsókn málsins.
Mynd: Frá vettvangi við Njarðvíkurhöfn í kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Ekki er vitað hver kveikti eldinn en bifreiðin hafði staðið þarna í nokkra daga. Þannig hafði rúða verið brotin í sama bíl fyrir tveimur til þremur dögum.
Bíllinn var ekki með skráningarnúmer en lögreglan í Keflavík fer með rannsókn málsins.
Mynd: Frá vettvangi við Njarðvíkurhöfn í kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson