Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikilvægt að þessar launahækkanir fari í vasa fólks
Guðbjörg er hér að munda pennann í Karphúsinu.
Fimmtudagur 4. apríl 2019 kl. 13:06

Mikilvægt að þessar launahækkanir fari í vasa fólks

-segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK um nýja kjarasamninga

„Þessir samningar eru tímamótasamningar. Þetta samningsform hefur ekki áður verið reynt á Íslandi. Hér verið að taka fyrir helstu kröfur verkalýðshreyfingarinnar með því að beita krónutöluhækkunum sem gagnast þeim lægstlaunuðu best,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis um nýja kjarasamninga sem hafa verið undirritaðir.

Guðbjörg segir að samhliða sé verið að breyta ýmsum félagslegum þáttum með kerfisbreytingum sem kemur sér best fyrir þá sem höllustum fæti standa í samfélaginu. „Ég bind miklar vonir við að aðferðafræðin gangi upp. Auðvitað hefðum við vilja sjá meiri launahækkanir, það er alltaf þannig. Sérstaklega þegar farið er af stað með miklar vonir og væntingar.  Aðstæður í samfélaginu voru ekki að vinna með okkur og nú þurfa allir aðilar að leggja á eitt til að þessar launahækkanir fari í vasa fólks, ekki beint út í verðlag,“ sagði Guðbjörg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024