Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikilvægt að skattahækkanir verði dregnar til baka um leið og færi gefst
Föstudagur 21. nóvember 2014 kl. 16:07

Mikilvægt að skattahækkanir verði dregnar til baka um leið og færi gefst

Áhrif skattahækkana í Reykjanesbæ eru umtalsverðar. Fasteignaskattar munu hækka um 67%. Gjöld á einstakling sem er með 5 millljón króna skattstofn og eign m.v. 15 milljón króna fasteignamat hækka því um 56.500 krónur á  ári. Þetta kom fram í máli sjálfstæðismanna á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjdag.

Magnea Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi sagði frá því að ef þessi sami einstaklingur starfaði hjá Reykjanesbæ og útborguð laun viðkomandi lækka um 50 þúsund krónur á mánuði. Þá hefur þessi sami einstaklingur 656.500 krónum minna til ráðstöfunar á ári. Neikvæðra áhrifa skattahækkana og launalækkana starfsfólks mun gæta víða í samfélaginu og munu ekki hafa góð áhrifa á hagkerfi bæjarsins. „Kjaraskerðingar hafa það jú í för með sér að þeir sem fyrir þeim verða munu hafa minna á milli handanna, kaupa minna og getur það jafnvel stuðlað að auknu atvinnuleysi í verslun og þjónustu,“ sagði Magnea.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn tóku undir það að þessar ákvarðanir um skattahækkanir og launalækkanir yrðu endurskoðaðar um leið og tækifæri gæfist. „Vandi fylgir vegsemd hverri. Við þurfum að ná árangri. Ég hef starfað í bæjarstjórn í fjögur ár og finnst að við hefðum getað gert betur. Það er mikilvægt að auka tekjur bæjarfélagsins. Það er einlæg trú mín og skoðun að hér verði fyrr en síðar best að búa. Hér eru mýmörg tækfæri og fyrirtæki hafa áhuga á að hefja rekstur, þar á meðal err Norðurál sem hefur fullan hug á því að klára byggingu álvers,“ sagði Gunnar Þórarinsson, oddviti Frjáls afls.