Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikilvægt að reynsla nærsamfélags alþjóðaflugvallar sé nýtt
Þriðjudagur 26. september 2017 kl. 09:44

Mikilvægt að reynsla nærsamfélags alþjóðaflugvallar sé nýtt

Bæjarráð Reykjanesbæjar styður þá afstöðu stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum að eðlilegt hefði verið að skipa fulltrúa Suðurnesja í vinnuhóp um málefni um flugsamgöngur á Suðvesturhorninu.

Mikilvægt sé að reynsla nærsamfélags alþjóðaflugvallar sé nýtt í allri vinnu í tengslum við framtíð flugsamgangna á Íslandi.

Bæjarráð harmar að enginn frá Suðurnesjum hafi verið tilnefndur í vinnuhópinn sem á að fjalla um flugvelli á Suðvesturhorninu, segir í afgreiðslu bæjarráðs Reykjanesbæjar sl. fimmtudag.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024