Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikilvægt að klára langtímasamning við Fisktækniskólann
Björgvin með Ólafi Arnbjörnssyni, skólastjóra Fisktækniskólans og nokkrum nemendum.
Fimmtudagur 25. október 2012 kl. 16:00

Mikilvægt að klára langtímasamning við Fisktækniskólann

- segir Björgvin G. Sigurðsson

„Við áttum mjög gagnlegan fund um stöðu þessa merkilega sérskóla sem Fisktækniskóli Íslands í Grindavík er. Mkilvægast er að ráðuneytið ljúki gerð langtímasamnings við skólann. Það styð ég mjög eindregið að gert verði og  mun kalla þá vinnu inn í menntamálanefnd Alþingis ef þarf,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, fyrsti þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi en hann heimsótti skólann í gær.


Björgvin sagðist hafa rætt við nemendur og starfsfólk skólans um námsframboð og einstaka möguleika skólans til þess að bjóða upp á nám á styttri starfsbrautum sem tengjast veiðum og vinnslu og ná þannig til stórs hóps sem annars væri utan skólakerfisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Ég er þeirrar skoðunar að þessum skóla eigi eftir að vaxa mjög fiskur um hrygg fái hann grundvöllinn til þess sem er traust undirstaða í formi langtíma samnings við stjórnvöld,“ segir Björgvin G. Sigurðsson eftir fundinn sem hann átti í gær með nemendum og starfsfólki Fisktækniskólans.