Mikilvægt að fara í framkvæmdir á opnum svæðum
Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur er sammála um að mikilvægt sé að fara í framkvæmdir á opnum svæðum innan bæjarins og leggur til að farið verði í uppbyggingu á svæðinu við Hraunbraut (Krílakot) fyrst.
Einnig leggur nefndin til að farið verði í hönnun og uppbyggingu á svæðinu við gömlu kirkjuna og Laut/Dalbraut. Við Laut verði útbúið grænt svæði til útivistar og við gömlu kirkjuna verði fundin hentug lausn svo nýta megi lóðina.