Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Fréttir

Mikilvægt að auka tekjur og fjölbreyttari atvinnutækifæri
Laugardagur 6. júní 2020 kl. 07:11

Mikilvægt að auka tekjur og fjölbreyttari atvinnutækifæri

„Nú eru blikur á lofti um að tekjur minnki verulega og ekki endalaust hægt að leggja auknar álögur á bæjarbúa. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að auka tekjur með fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifærum. Þar þarf Reykjanesbær að gegna lykilhlutverki,“ segir í bókun minnihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem Margrét A. Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokkins í Reykjanesbæ  lagði fram  við afgreiðslu ársreiknings á fundi bæjarstjórnar 2. júní sl.

„Minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fagnar því að samkvæmt ársreikningi 2019 er Reykjanesbær undir lögbundnu skuldaviðmiði. Afkoman er mjög góð, rúmlega 5 milljarðar, sem skýrist að mestu af einskiptistekjum s.s. tekjum af svokölluðum Magmabréfum, bókhaldsfærslum og 15% hækkun á tekjum af fasteignasköttum, samkvæmt endurskoðunarskýrslu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Baldur Þ. Guðmundsson (D), Margrét A. Sanders (D), Gunnar Þórarinsson (Á) og Margrét Þórarinsdóttir (M).