Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikill viðbúnaður vegna Icelandair vélar
Fimmtudagur 10. júlí 2008 kl. 16:44

Mikill viðbúnaður vegna Icelandair vélar



Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis vegna farþegavélar frá Icelandair sem kom inn til lendingar með dautt á öðrum hreyflinum. Um borð voru 180 farþegar. Lending vélarinnar var hnökralaus og engan sakaði.
Allt tiltækt lið slökkviliðs og lögreglu var kallað út vegna þessa og hættuástandi lýst yfir á svæðinu. Þá voru björgunarsveitir einnig í viðbraðgsstöðu.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við mbl.is að flugstjórinn hafi orðið var við bilunina nokkru fyrir lendingu. Samkvæmt vinnureglum hafi hann drepið á hreyflinum og kom inn til lendingar á öðrum hreyfli.


VF-mynd/elg: Lending vélarinnar gekk áfallalaust og engan sakaði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024