Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill viðbúnaður útkallsaðila í kvöld
Þriðjudagur 23. október 2007 kl. 22:18

Mikill viðbúnaður útkallsaðila í kvöld

Mikill viðbúnaður var í kvöld hjá lögreglu, Björgunarsveitinni Suðurnes og BS við smábátahöfnina í Grófinni í Reykjanesbæ. Útkall hafði borist þess efnis að maður hefði hrapað fram af Berginu og lent í sjónum.  Því var þessi mikli viðbúnaður viðhafður en sem betur fór reyndist atvikið ekki eins alvarlegt og talið var í fyrstu. Maðurinn hafði dottið í fjörunni en ekki hafnað í sjónum. Slapp hann ómeiddur fyrir utan smáskrámur. Maðurinn komst upp úr fjörunni að sjálfsdáðun og fékk björgunarsveitin afturköllun eftir um það bil 10 mínútna leit.



Mynd: Frá vettvangi í kvöld. Björgunarmenn undir Berginu. VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024