Mikill viðbúnaður áfram
Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að viðbúnaðurinn á Keflavíkurflugvelli hafi verið mjög mikill frá árásunum 11. september og að svo verði áfram.
,,Það verður svo sem engin breyting þar á. Við höfum ekkert slakað á þeim mikla viðbúnaði sem hefur verið undanfarið og komum ekki til með að gera það á næstu mánuðum. Ég reikna ekki með að það verði nein röskun á flugi um völlinn í kjölfar árásanna á Afganistan. Menn ætla bara að halda hjólunum gangandi og ég reikna með að allt verði með svipuðum hætti og undanfarið. Við höfum aðstöðu til að bæta viðbúnaðinn ef svo ber undir og munum gera það ef þörf krefur," segir Jóhann.
Frétt af Vísir.is.
,,Það verður svo sem engin breyting þar á. Við höfum ekkert slakað á þeim mikla viðbúnaði sem hefur verið undanfarið og komum ekki til með að gera það á næstu mánuðum. Ég reikna ekki með að það verði nein röskun á flugi um völlinn í kjölfar árásanna á Afganistan. Menn ætla bara að halda hjólunum gangandi og ég reikna með að allt verði með svipuðum hætti og undanfarið. Við höfum aðstöðu til að bæta viðbúnaðinn ef svo ber undir og munum gera það ef þörf krefur," segir Jóhann.
Frétt af Vísir.is.